Innkoma Ásmundar var upphaf hnignunartíma hreyfingarinnar

Verkalýðsmál 30. jan 2023

Júlíus K. Valdimarsson, sem var framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna á árum áður andmælir yfirlýsingum Ásmundar Stefánssonar, fyrrum forseta Alþýðusambandsins og fyrrum ríkissáttasemjara, og segir hann hafa leitt verkalýðsbaráttuna inn á hnignunarskeið á nýfrjálshyggjutímanum.

„Ég var framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna á þeim tíma þegar Ásmundur Stefánsson kom inn í samningamálin, fyrst sem hagfræðingur og síðar sem forseti ASÍ. Ásmundur varð fljótt forgöngumaður „hinna nýju tíma“ í verkalýðshreyfingunni þarna um 1980 þegar Thatcher og Reagan voru að koma upp á stjörnuhimininn,“ skrifar Valdimar.

„Innkoma Ásmundar í verkalýðshreyfinguna markaði upphafið að hnignunarskeiði verkalýðshreyfingarinnar þegar verkalýðsforystan fór að hugsa eins og atvinnurekendurnir og lagðist síðan í þann 40 ára þyrnirósarsvefn sem hreyfingin hefur sofið, allt til þess að einhver stelpa sem heitir Sólveig Anna fór að frekjast og rífa kjaft, og ekki bara það, að grafa upp gamla vopnið hræðilega VERKFALLSVOPNIÐ!!!,“ skrifar Valdimar.

Valdimar skrifar færslu sína við mynd inn á spjallsvæði Sósíalista og fylgir sú mynd hér með. Færslu Valdimars má lesa hér: Facebook-færsla Valdimars.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí