Vilja loka fyrir rafmagn til auðfólks og þingmanna

Það er skapandi hugsun hjá félögum í Verkalýðssambandi Frakklands CGT í Frakklandi, í boðuðu verkfalli næsta fimmtudag. Meðal hugmynda er að loka fyrir rafmagn til þingamanna og auðmanna. Boðað er til verkfalls til að mótmæla ráðgerðum stjórnvalda um hækkun eftirlaunaaldurs.

Launafólk í Frakklandi hefur þurft að glíma við hækkun framfærslukostnaðar og skertan kaupmátt á undanförnum misserum. Það var því sem olía á eld þegar stjórnvöld kynntu frumvarp um hækkun eftirlaunaaldurs úr 62 í 64 ár. Skoðanakannanir sýna að mikill meirihluti launafólks er andvígur þessum breytingum.

Mótmælagöngur verða endurteknar í París og öðrum borgum Frakklands næsta fimmtudag, en gríðarlegur fjöldi tók þátt í mótmælum í vikunni sem er að líða. Boðað verkfall nær til starfsfólks í mennta- og orkugeiranum.

Philippe Martinez leiðtogi CGT, sem er næststærsta verkalýðssamband Frakklands, sagðist í viðtali við sjónvarpsstöðina France2 leggja til að verkafólkið færi og skoðaði glæsilegar fasteignir auðfólks. ,,Það væri gott ef við lokum fyrir rafmagni til þeirra, svo þau geti sett sig í spor Frakka sem ekki hafa efni á að borga sína reikningar.‘‘

Sebastien Menesplier, framkvæmdarstjóri orku og námuvinnslu hjá CGT, hefur sagt að mögulega yrði lokað fyrir rafmagn á skrifstofum þingmanna. Olivier Veran, fjölmiðlafulltrúi ríkisstjórnarinnar, sagði að hótanir um að loka fyrir rafmagn væru óásættanlegar.

Almenningssamgöngur verða fyrir mestum áhrifum af verkfallinu næsta fimmtudag. Flestar lestraráætlanir og sumt flug fellur niður og neðanjarðar lestraráætlanir í Parísar raskast mikið. Sjö af hverjum tíu grunnskólakennurum munu leggja niður störf og mikið af starfsfólki olíuhreinsunarstöðva.

Gerald Darmanin innanríkisráðherra sagði að meira en tíu þúsund lögreglumenn yrðu á vettvangi mótmælanna, þriðjungur þeirra verður í París.  Hann segir lögreglu hafa upplýsingar um að þúsundir af ofbeldisfólki muni mæta í mótmælin í París næsta fimmtudag til að gera usla.

Frönsk stjórnmálastétt hefur áratugum saman reynt að breyta lífeyriskerfi launafólks, en það hefur gengið hægt vegna samstöðu alþýðu. Í hvert sinn sem breytingar eru boðaðar breiðast út mótmæli. 1995 tókst að stöðva eina tilraunina, þegar milljónir fóru út á götur og mótmæltu.  En þrátt fyrir mótmæli hafa breytingar á lífeyriskerfinu verið keyrðar í gegnum þingið, eitt skref í einu.

Enn á eftir að samþykkja frumvarpið í þinginu. Emmanuel Macron forseti hefur þar ekki hreinan meirihluta. Hann vonast eftir að þingmenn Repúblikanaflokksins styðji frumvarpið, enda er hækkun eftirlaunaaldurs á stefnu flokksins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí