Segir taugar sáttasemjara hafa brostið

Verkalýðsmál 27. jan 2023

„Miðlunartillaga ríkissáttasemjara er hræðileg mistök og fljótfærni,“ skrfiar Sverrir Mar Albertsson framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags á Austurlandi. „Ef marka má orð formanns Eflingar og framkvæmdastjóra SA virðist sem ekkert samráð hafi verið við samningsaðila en skv. lögum um sáttastörf í vinnudeilum ber sáttasemjara að ráðgast við deiluaðila áður en miðlunartillaga er borin fram.“

„Ekkert slíkt samráð virðist hafa verið,“ skrifar Sverrir í grein sem hann birtir á vef Heimildarinnar. „Miðlunartillagan virðist lögð fram gegn vilja beggja samningsaðila. Og það er í raun villandi að kalla þetta miðlunartillögu því skv. fréttum leggur sáttasemjari hér fram síðasta tilboð SA nánast óbreytt. Þetta er því ekki miðlunartillaga heldur hefur sáttasemjari gengið grímulaust í lið með Samtökum Atvinnulífsins og hefur sjónarmið samninganefndar Eflinga að engu.“

Greinin heldur áfram: „Það er erfitt að ráða í hvað veldur þessum flumbrugangi sáttasemjara. Núverandi sáttasemjari hefur verið farsæll þennan tíma sem hann hefur starfað og hafði áunnið sér nokkra velvild og traust.

Embætti ríkissáttasemjara er lykilembætti í siðuðum samfélögum sem reyna að halda stöðugleika og frið í efnahagslífi en um leið virða jafneðlileg mannréttindi og samningsfrelsi verkalýðsfélaga. Sáttasemjari verður að njóta trausts aðila vinnumarkaðarins og geta komið fram sem óvilhallur milligöngumaður – geta borið klæði á vopnin og talað fyrir lausnum og sátt.

Samningaviðræður eru taugastríð og mikilvægt að samningsaðilar haldi ró sinni og bogni ekki undan álagi. Talsmenn beggja deiluaðila virðast þola álagið vel – en mögulega hafa taugar sáttasemjara brostið og það er áhyggjuefni því það er auðvitað sáttasemjari sem á að vera yfirvegaður og með heildaryfirsýn og vera sá sem reynir að halda frið í allar áttir. Hann er nú beinlínis orðinn einn af deiluaðilum.“

Lesa má greinina hér: Sáttasemjari bregst.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí