Svikarar gera út á neyð á leigumarkaði

Húsnæðismál 24. jan 2023

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna barst ábending um að íbúðir væru auglýstar til leigu á samfélagsmiðlum á óvenju lágu verði. Virðist sem óprúttnir þrjótar reyni að nýta sér neyð húsnæðisleitenda.

Til að eiga kost á því að sækja um íbúðirnar þarf að greiða sérstakt umsóknargjald sem er á bilinu 4.900 kr. til 14.000 kr. Neytendasamtökin telja slíkt gjald fáránlegt og vara fólk við að greiða slík gjöld. Neytendasamtökin hafa spurnir af því að fólk hafi í góðri trú greitt gjaldið og hafa boðið fram aðstoð sína við að fá það endurgreitt.

Við snögga leit kom í ljós að myndir sem eiga að vera af leiguíbúðum í Reykjavík, eru fengnar frá hinum ýmsu stöðum, eins og á Facebook síðu fyrir innanhúsarkitektúr í Eistlandi og frá hóteli í Ósló. Leikur enginn vafi á að umræddar myndir eru ekki af íbúðum í Reykjavík. Þá er nafn meints fyrirtækis ekki að finna í fyrirtækjaskrá.

Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna hvetur húsnæðisleitendur til þess að hafa varann á, og skoða vel þá sem bjóða húsnæði til leigu. Það er meðal annars hægt með því að fletta fyrirtækjum upp í fyrirtækjaskrá Skattsins.

Húsnæðisleitendur eru hvattir til að hafa samband við Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna, séu þeir í vafa, eða hafa spurningar um rétt sinn og stöðu. Þjónusta Leigjendaaðstoðarinnar er leigjendum að kostnaðarlausu.

Hægt er að hafa senda tölvupóst: postur@leigjendur.is eða hringja á símatíma Leigjendaaðstoðarinnar á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00-12:00 og 12:30-15:00, í síma 545 1200. Upplýsingar um réttindi og skyldur leigutaka og leigusala á íslensku, ensku og pólsku er að finna á www.leigjendur.is.

Neytendasamtökin reka Leigjendaaðstoð fyrir leigjendur íbúðarhúsnæðis samkvæmt samningi við innviðaráðuneytið (og áður félagsmálaráðuneytið).

Frétt ef vef Neytendasamtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí