Veitur halda ekki í við húsnæðisuppbygginguna

Kuldinn í dag hefur rokkað á milli 5 og 15 stiga frosts á landsvísu. Mikið álag hefur verið á hitaveitunni í kuldatíðinni undanfarnar vikur. Notkun á heitu vatni verður meiri í kuldanum og því var hitaveiturnar við þrýstingslækkunum á kerfunum. Fólk er hvatt til að fara vel með varmann, þétta glugga og hurðir og spara við sig í heitu vatni með því að láta ekki renna í heita potta eða baðkör á köldustu dögunum.

Veitur starfa með þá stefnu að leiðarljósi að byggja upp og reka hagkvæm veitukerfi með öryggi, umhverfissjónarmið og langtímaþarfir viðskiptavina og samfélags að leiðarljósi og að geta veitt nægilegt heitt vatn alltaf. Hins vegar starfar fyrirtækið einnig út frá áhættustefnu þar sem meginmarkmiðið er að tryggja að Veitur geti sinnt hlutverki sínu á öruggan og hagkvæman máta með lágmarksáhættu. Það skal til dæmis gert með því að draga úr sveiflum í afkomu Veitna á hverjum tíma með tilliti til undirliggjandi áhættu í rekstrinum og að áhættuþættir séu ávallt innan skilgreindra marka sem stjórnin setur og er skráð í svokallaða áhættuhandbók.

Í kuldanum skerða Veitur framlag á heitu vatni til stórnotenda, þar á meðal sundlauga á höfuðborgarsvæðinu vegna álags á hitaveitukerfið. Það má því áætla að það sé rekstrarleg hagræðing að skerða flutningsgetu kerfisins.

Ef skoðuð eru talnagögn frá fyrirtækinu má sjá að lengd lagna hefur rokkað töluvert milli ára og að álíka lítið sé um lengd lagna á síðasta ári og var í kringum hrun.

Ljóst má þó vera miðað við mikla uppbyggingu á nýjum hverfum á höfuðborgarsvæðinu og víðar sé þörfin fyrir bæði nýjar borholur og bolmagn veitukerfanna til flutningi á vatni töluverð.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí