Yfirgnæfandi meirihluti vill í verkfall til að ná betri kjörum

Verkalýðsmál 10. jan 2023

Í könnun sem Gallup gerði meðal Eflingarfélaga síðastliðið haust var meðal annars spurt um vilja félagsmanna til að grípa til verkfallsaðgerða. Spurningin var svohljóðandi: „Almennt, hversu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) ert þú því að fara í verkfall með það að markmiði að ná fram bættum kjörum?“

Metþátttaka var í könnuninni og svöruðu 3.558 spurningunni. Eins og sýnt er á fyrri myndinni er afgerandi meirihluti svarenda hlynntur því að fara í verkfall til að sækja betri kjör, hvort sem litið er til allra svarenda eða þeirra sem tóku afstöðu. Um tveir þriðju svarenda sögðust hlynnt beitingu verkfallsvopnsins (um 19% voru óviss og 15,5% andvíg) og rúmlega 80% þeirra sem tóku afstöðu voru hlynnt.

Mestur var viljinn til verkfallsþátttöku hjá þeim sem hafa mestar fjárhagsáhyggjur og var viljinn einnig heldur meiri meðal erlends verkafólks en meðal Íslendinga. Þá var meiri vilji til beitingar verkfalla til kjarabóta meðal þeirra sem hafa lægri heildarlaun, eins og sjá má á seinni myndinni.

Svarhlutföll eru mjög áþekk því sem var í síðustu könnun þar sem sömu spurningar var spurt. Það var snemma árs árið 2019, áður en kjarasamningar náðust, en þá var verkfallsvopninu beitt með árangursríkum hætti.

Frétt af vef Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí