Pólitísk ákvörðun að veita fólki frá Venesúela viðbótarvernd

Árið 2022 var 4.518 manns veitt alþjóðleg vernd hér á landi, þar af 2.345 frá Úkraínu, 1.199 frá Venesúela og 232 frá Palestínu og 742 annarstaðan frá. Um 900 af þeim 1400 umsóknum um alþjóðlega vernd sem liggja fyrir núna koma frá ríkisborgurum Venesúela en dómsmálaráðherra Jón Gunnarsson orðar það sem svo í viðtali við Morgunblaðið að við búum við það að kærunefnd útlendingamála hafi komist að þeirri niðurstöðu að borgurum frá Venesúela skyldi veitt hér sérstök viðbótarvernd. Þá segir hann við verða að bregðast við þessu en honum sé kunnugt um að stofnunin afli nú gagna um aðstæður í landinu. Úrskurðurinn sem bindur hendur útlendingastofnunar hefur staðið síðan í júlí á síðasta ári.

Talsmaður útlendingastofnunar segir umsóknir hælisleytenda frá Venesúela ekki hafa verið afgreiddar jafn hratt undanfarnar vikur en viðtöl séu tekin við alla umsækendur. Þá sé stofnunin að reyna að afla gagna um ástandið í landinu.

Samstöðin hefur fjallað um fjölgun hælisleytenda frá Venesúela áður svo sem í grein frá 20. september, sjá hér: Vill herða útlendingalög vegna álags á grunnkerfin og svo þann 9. október, sjá hér: Engin fjölgun flóttamanna nema frá Úkrainu og Venesuela

Fjölgunina má rekja beint til ákvörðunar ríkisstjórnarinnar undir forystu flokksbróðurs Jóns Gunnarssonar, Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þá utanríkisráðherra um að veita fólki frá Venesúela sjálfkrafa dvalarleyfi á Íslandi á sama hátt og ríkisborgurum Úkraínu, ólíkt nágrannaþjóðum okkar sem meta ástandið í Venesúela ekki á sama hátt. Á Íslandi fá þeir skilyrðislaust vernd vegna þess hversu alvarlegt ástandið þótti að mati stjórnvalda hér.

Ákvörðunin var rammpólitísk í upphafi fremur en byggð á mannúðarsjónarmiðum en ríkisstjórnin studdi tilraunir Juan Guaidó til valdaskipta í Venesúela með aðstoð Bandaríkjastjórnar. Liður í þeim stuðningi var að skilgreina flóttafólk frá Venesúela í sérstakri hættu en landflóttinn þaðan er ekki skilgreindur sem neyðarástand af alþjóða flóttamannastofnunni.

Þegar byltingartilraunir Juan Guaidó höfðu runnið út í sandinn var ákveðið að í stað þess að veita öllum ríkisborgurum frá Venesúela skilyrðislaust vernd yrðu reglunum breytt og Útlendingastofnun myndi taka mál hvers einstaklings fyrir sérstaklega. Stofnunin taldi sig hafa heimildir fyrir því að einhverjir hefðu farið heim aftur í frí, sem sannaði að það væri ekki í bráðri hættu heima fyrir.

Úrskurðarnefnd útlendingamála var ekki sammála þeirri túlkun og sagði Útlendingastofnun ekki geta breytt reglunum án þess að sýna fram á batnandi ástand í Venesúela.

Staðan er því þessi eftir sem áður. Á sama tíma taka hin Norðurlöndin hlutfallslega á móti mun fleirumn frá Sýrlandi eða öðrum stríðshrjáðum löndum utan Úkraínu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí