Hagstofan hefur tekið saman upplýsingar um dauðsföll efir vikum og kemur þar fram að dauðsföllum fjölgaði ekki meðan sóttvarnir vegna cóvid giltu heldur þegar þeim var var aflétt.
„Á árinu 2022 dóu að meðaltali 51,3 í hverri viku eða fleiri en árin 2017-2021 þegar 43,8 dóu að meðaltali. Að jafnaði dóu flestir í aldursflokknum 90 ára og eldri yfir tímabilið 2017-2022. Tíðasti aldur dáinna árið 2022 var 90 ár en 87 ára árin 2017-2021,“ segir í tilkynningu Hagstofunnar.

Á myndinni má sjá línurit yfir þróun á vikulegri dánartíðni árin 2017-2022. Til þess að sýna betur þróun vikulegrar dánartíðni eru línurnar í myndritinu tregbreytilegar og miðað við tíu vikna hlaupandi meðaltal í stað þess að sýna hráar talningar gagnanna. Með þessu móti er auðveldara að bera saman og skoða þróun yfir þau ár sem liggja til grundvallar enda er vikuleg dánartíðni yfirleitt mjög lág á Íslandi og tölurnar talsvert flöktandi frá einni viku til annarrar.
Ef við búum til skýringarmynd yfir heildartölurnar þá er hún svona:

Punktalínan markar fyrsta dauðsfalla vegna cóvid og óbrotna línan sýnir meðaltal alls tímabilsins.
Þarna sést að þegar sóttvarnir voru harðastar vorið 2020, í kjölfar fyrstu dauðsfalla, fækkaði dauðsföllum. Þegar stjórnvöld breyttu um stefnu og léttu af öllum sóttvörnum þá reis upp kúfur. Og eins og sjá má af grafi Hagstofunnar var aukningin fyrst og fremst meðal andláta eftirlaunafólks.