Efling boðar til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund

Verkalýðsmál 9. feb 2023

Efling hefur boðað til fundar í Iðnó kl. 10 á morgun, föstudag. Þaðan verður síðan gengið yfir að Ráðherrabústaðnum þar sem ríkisstjórnin fundar.

„Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, syngjum, og höldum ræður. Svo munum við fara til baka í Iðnó til að fá okkur hressingu,“ stendur í tilkynningu frá Eflingu.

„Áætlað er að þessi viðburður verði búinn eigi síðar en kl. 12. Það er mjög mikilvægt að við fjölmennum á fundinn, svo komið endilega og reynið að fá samstarfsmenn ykkar með! Við munum einnig sinna verkfallsvörslu með sjálfboðaliðum á föstudaginn,“ segir í tilkynningunni.

Sjá frétt á vef Eflingar: Fundur og mótmæli starfsmanna Íslandshótela föstudaginn 10. febrúar

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí