Efling boðar til mótmæla fyrir utan ríkisstjórnarfund

Verkalýðsmál 9. feb 2023

Efling hefur boðað til fundar í Iðnó kl. 10 á morgun, föstudag. Þaðan verður síðan gengið yfir að Ráðherrabústaðnum þar sem ríkisstjórnin fundar.

„Þetta verða friðsamleg mótmæli þar sem við komum með skilti, syngjum, og höldum ræður. Svo munum við fara til baka í Iðnó til að fá okkur hressingu,“ stendur í tilkynningu frá Eflingu.

„Áætlað er að þessi viðburður verði búinn eigi síðar en kl. 12. Það er mjög mikilvægt að við fjölmennum á fundinn, svo komið endilega og reynið að fá samstarfsmenn ykkar með! Við munum einnig sinna verkfallsvörslu með sjálfboðaliðum á föstudaginn,“ segir í tilkynningunni.

Sjá frétt á vef Eflingar: Fundur og mótmæli starfsmanna Íslandshótela föstudaginn 10. febrúar

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí