Efling fær að stunda takmarkaða verkfallsvörslu

Verkalýðsmál 13. feb 2023

Samkvæmt samkomulagi Eflingar og Íslandshótela munu verkfallsverðir fá án afskipta að sinna verkfallsvörslu í tveggja manna hópum. Hingað til hafa yfirmenn Íslandshótela meinað verkfallsvörðum inngöngu, tafið störf þeirra og hringt á lögreglu ef verkfallsverðir hafa reynt inngöngu. Grunur er um skipulögð og umfangsmikil verkfallsbrot og hafa mörg atvik verið skráð og kærð.

Efling náði í gær samkomulagi við Íslandshótel um framkvæmd verkfallsvörslu. Atriði samkomulagsins eru þessi:

  • Tveir tveggja manna hópar verkfallsvarða heimsækja stærri hótel Íslandshótela í hverri heimsókn (Grand Hótel og Fosshótel Reykjavík). Hóparnir fara hvor í sínu lagi um húsnæði viðkomandi hótels.
  • Einn tveggja manna hópur heimsækir smærri hótelin í hverri heimsókn (Centrum, Saga, Barón, Lind, Rauðará).
  • Hóparnir eru ekki með gjallarhorn eða dreifimiða, og ónáða ekki gesti.
  • Aðengi hópa að vinnurýmum hótelsins, þ.m.t. þvottahúsum, verður ekki hamlað. Ekki verður farið inn í eldhús (vegna heilbrigðisreglna) en dyr inn í eldhús verða opnaðar til að hægt sé að sjá inn.
  • Hópar gefa sig fram í móttöku hótels þegar þeir koma á vettvang en það á ekki að tefja upphaf verkfallsvörslu eftir að þeir koma á vettvang.
  • Ekki er gerð athugasemd við að einn starfsmaður hótelsins fylgi hópnum en öryggisverðir fylgja ekki hópunum.

Samkomulagið náðist milli Eflingar og Íslandshótela í gegnum tölvupóst 12. febrúar 2023. Afrit af öllum samskiptunum fór á netfang lögreglu Höfuðborgarsvæðisins.

Myndin er af mótmælum Eflingar fyrir utan Fosshótel, þegar verkfallsvörðum var meinuð innganga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí