Ekki fleiri verkföll ofan í verkbann

Verkalýðsmál 23. feb 2023

Samninganefnd Eflingar ákvað á fundi sínum í gær að boða ekki til þeirra verkfallsaðgerða sem samþykktar voru í nýliðinni atkvæðagreiðslu, það er á fleiri hótelum, í öryggisgæsla og við ræstingar. Félagsmenn á þessum vinnustöðum fara því ekki í verkföll að svo stöddu.

„Með verkbanni hafa Samtök atvinnulífsins fært kjaradeiluna að ystu mörkum stigmögnunar, langt umfram afmarkaðar verkfallsaðgerðir Eflingarfélaga. Í ljósi þessa er nauðsynlegt að endurmeta stefnuna og telur samninganefnd ekki rétt á þessum tímapunkti að félagið efni til frekari stigmögnunar verkfallsaðgerða,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Samninganefnd Eflingar sendir Eflingarfélögum í verkfalli baráttukveðjur. Jafnframt vill samninganefnd hrósa Eflingarfélögum sem hafa tekið þátt í verkfallskosningum síðustu vikna og sýnt mikið hugrekki.

Aðrar verkfallsaðgerðir sem þegar eru hafnar munu halda áfram með óbreyttum hætti. Félagsmenn hjá Íslandshótelum, Berjaya Hotels, Reykjavík Edition, Samskipum, Skeljungi og Olíudreifingu halda því áfram í verkfalli.

Frétt af vef Eflingar.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí