Fleiri vilja ganga í ESB og NATÓ í skugga stríðs í Evrópu

Í skugga stríðs í Evrópu vilja fleiri ganga í alþjóðleg bandalög eins og ESB og NATÓ

Í skugga innrásarinnar í Úkraínu hafa fleiri lönd sóst eftir aðild að Atlantshafsbandalaginu NATÓ en einnig virðist aukinn fjöldi Íslendinga vilja ganga í Evrópusambandið ESB.

Meirihluti þeirra sem tóku afstöðu í nýrri könnun Maskínu eða 40,8% vilja ganga í sambandið þó 66% svarenda eldri könnunar vilja halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildina.

Maskína framkvæmdi könnunina fyrir Evrópuhreyfinguna nú í febrúar en þar kemur fram að 40,8% svarenda séu hlynntir því að Ísland gangi í Evrópusambandið en 35,9% andvígir því.

Stuðningur við Evrópusambandið hefur vaxið jafnt og þétt undanfarið samkvæmt Jóni Steindór Valdimarssyni formanni Evrópuhreyfingarinnar en hann segir á Vísi að stuðningurinn við aðild sé í fyrsta skipti meiri en andstaðan frá því að mælingar Maskínu hófust árið 2011. Þá segir hann við hafa lært mikið af stríðinu í Úkraínu og áhrifum BREXIT sem reynst hefur bretum þungt.

Einnig telur hann sveiflur í gengi krónunnar, himinháir vextir og verðbólga vera áhrifaþátt. Hann segir aukinn stuðning við ESB aðild ekki jafn flokksbundinn og áður.

Í desember gerði Maskína aðra könnun þar sem spurt var um afstöðu fólks gagnvart því að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þá var tæpur 48% eða tæpur helmingur hlynntur því að farið yrði í atkvæðagreiðslu. Og ef aðeins eru teknir saman svarendur voru 66% hlynntir atkvæðagreiðslu.

Þess má geta að úrtak svarenda í desember var helmingi stærra en úrtakið í nýjustu könnuninni en gild svör nú voru aðeins 915 talsins.

Samfylkingin sem ávallt hefur haft það á stefnuskrá sinni síðasta áratuginn og lengur að sækja um aðild að ESB mælist í dag stærstur stjórnmálaflokka hér á landi en þó hefur dregið úr áherslum hans á umsókn að aðild.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí