Halldór Benjamín og SA treysta á að Eflingarfélagar vinni gegn eigin hagsmunum

Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins talar í hringi þegar hann tjáir sig um verkföll Eflingar við fjölmiðla. Annars vegar talar hann um að verkföll Eflingar séu tilgangslaus en í sama stað að þau lami samfélagið. Samtök atvinnulífsins eru sannfærð um að Eflingarfélagar kjósi gegn eigin hagsmunum um leið og kosið verði um umdeilda miðlunartillögu ríkissáttasemjara.

Halldór var gestur Kristjáns Kristjánssonar í Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Þar sagði hann að verkföll Eflingar væru tilgangslaus þar sem engir samningafundir væru boðaðir. Hann segr dómstólinn sem dæmdi um lögmæti verkfalla Eflingar á dögunum hafa verið margklokfinn og málið augljóslega fordæmalaust. Hann notfærir sér umdeild ummæli Ásmundar Stefánssonar á dögunum sem hann segir marga kalla æðsta prest íslenskrar verkalýðshreyfingar sínum málstað til stuðnings en Ásmundur fordæmdi málstað Eflingar.

Halldór segir að þessi vinnudeila sé öðru marki brennd en aðrar vinnudeilur, búið sé að leggja fram miðlunartillögu og héraðsdómur úrskurðað um að hún væri löglega fram borin. Þá sé sú fordæmalausa staða komin upp að Efling neiti að leggja fram félagaskrá sína til ríkissáttasemjara og sé þá að hagnast á því að viðhalda ólögmætu ástandi í stað þess að leggja verkföll til hliðar tímabundið. Engir samningafundir séu boðaðir og beðið sé eftir úrskurði Landsréttar um miðlunartillöguna.

Kristján benti Hallóri á að miðlunartillagan hafi þó verið afar ósanngjörn en Halldór Benjamín heldur því til streytu að SA leggji línurnar um samninga til allra samningsaðila á vinnumarkaðnum og þeir skuli lúta ákveðnum lögmálum og fylgja ákveðnum ramma.

Þá hafi skapast hefð á undanförnum áratugum fyrir því að fólk fari ekki í verkföll á meðan mál væru fyrir dómstólum. Auk þess sem hann gefur í skyn að verkföll, hvað þá verkfallsvarsla séu einfaldlega einhverskonar gamaldags fyrirbæri sem ekki sé notað í nútíma samfélagi. Hægt er skilja hann sem svo að nútíma-vinnumarkaður sé kurteis og lúti óskrifuðum reglum auðvaldsins.

Halldór Benjamín segir að Samtök atvinnulífsins sjái það ljóst að íslenskt samfélag muni lamast á nokkrum dögum þegar öll eldsneytisdreyfing verði stöðvuð. Þá muni deilan leysast með farsælum hætti um leið og dómur falli í landsrétti og Eflingafélagar fái að kjósa um miðlunartillöguna. Hann er augljóslega viss í sinni sök um að Eflingarfélagar í heild sinni kjósi gegn sínum eigin hagsmunum.

Ekki lágu fyrir áætlanir um aukin og umfangsmikil verkföll Eflingarfélaga þegar Kristján ræddi við Halldór en kosið verður um verkföll ræstingarfólks og meðal annars þeirra fyrirtækja sem Fosshótel hefur að sögn Eflingar notað til að brjóta verkfallslög.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí