Héraðsdómur segir að Efling beri að afhenda kjörskrár

Bergþóru Ingólfsdóttur héraðsdómari kvað upp úr um það áðan að Eflingu bæri að afhenda ríkissáttasemjara félagsskrá félasgins svo hann gæti efnt til atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu sína. Svo til öll samtök launafólks í landinu hafa andmælt þessari miðlunartillögu og sagt hana inngrip inn í kjaradeilu á viðkvæmu stigi.

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar lýsti því yfir fyrir úrskurð Bergþóru að málið yrði kært til Landsréttar ef niðurstaðan yrði sú sem hún varð. Lögmaður Eflingar lýsti því sama yfir í héraðsdómi, úrskurðurinn verður kærður.

Það breytir því ekki að Eflingu ber að afhenda félagatalið þar sem það er tekið fram í dóm Bergþóru að kæra fresti ekki réttaráhrifum. Ef Landsréttur verður ekki þess sneggri að taka málið fyrir má reikna með að atkvæðagreiðsla um miðlunartillöguna verði hafin áður en málið kemst til Landsréttar, jafnvel lokið áður en dómur fellur.

Efling hefur líka stefnt ríkissáttasemjara fyrir héraðsdóm þar miðlunartillagan hafi ekki staðist lög, ríkissáttasemjari hafi t.d. ekki ráðgast við deiluaðila áður en hann lagði tillöguna fram eins og honum er skylt samkvæmt lögum. Líklegt er að það mál eða málið um félagsskránna fari alla leið til Hæstaréttar þar sem þau snýst um grundvallatatriði varðandi stéttarfélög og vinnudeilur. Eins og sjá mátti af viðbrögðum verkalýðshreyfingarinnar breytti Aðalsteinn Leifsson fyrri túlkunum og fór gegn hefð með sinni miðlunartillögu. Gagnrýnt var að hann hefði ekki ráðfært sig við deiluaðila, ekkert tillit tekið til krafna Eflingar heldur gert tilboð Samtaka atvinnulífsins að sínu og skellt tillögunni fram þegar atkvæðagreiðsla stóð yfir um verkfallsboðun. Deilan hafi því langt í frá verið komin á endastöð eða allt verið reynt til að leysa hana.

Bergþóra var fyrir fjórum árum tilnefnd sem aðstoðar-ríkissáttasemjari ásamt nokkrum öðrum í aðdraganda lífskjarasamningana, meðal annars Aðalsteini Leifssyni, áður en hann var skipaður ríkissáttasemjari ári síðar.

Myndin er af Sólveigu Önnu, Bergþóru og Aðalsteini.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí