Þjóðarflokkur Austurríkis krefst þess að söluskattur á fasteignum verði felldir niður eigi þeir að verða við kröfum samstarfsflokksins um leigubremsu. Samningaviðræðum stjórnarflokkana lauk í gær og hefur þetta valdið klofningi í ríkisstjórninni. Spá fjölmiðlar því að þessi tíðindi geti jafnvel valdið stjórnarslitum.
Sjö hundruð og þrjátíu þúsund heimili eru á leigumarkaði í Austurríki eða fjörutíu og þrjú prósent allra heimila. Í Vínarborg sjálfri eru tæp áttatíu prósent heimila á leigumarkaði. Áætlað er að húsaleiga muni hækka um tæp níu prósent í apríl næstkomandi og krefjast Græningjar í ríkisstjórn að frekari leigubremsa verði sett á. Sú krafa stendur í Þjóðarflokknum, sem eins og áður segir krefst þess á móti að viðskipti á húsnæðismarkaði verði ekki skattlögð lengur.
Vilja Græningjar að yfirvofandi hækkun verði deilt niður á næstu þrjú ár, en komi ekki öll til framkvæmda núna í apríl. Vísitöluhækkun húsaleigu fer að jafnaði fram á þriggja ára fresti. Tvennskonar lög gilda um leigumarkaðinn í Austurríki og innan þeirra gilda líka reglur um mismunandi tegundir leigusamninga og löglegar hækkanir. Yfirgnæfandi meirihluti leigusamninga eru þau bundnir stífum reglum um leyfilegar hækkanir á samningstíma. Stór hluti samninga hækkar ekki nema ef verðbólga fari yfir þrjú prósent.
Meðalhúsaleiga í Austurríki er í kringum áttatíu þúsund krónr á mánuði. Húsaleiga er þó mun hærri í stóru borgunum eins og Salzburg og Vínarborg. Í Vínarborg er meðalfermetraverðið komið upp í nú hundruð krónur á mánuði og sem á nú að hækka um tæp níu prósent. Þrír fjórðu hluta kjósenda í Austurríki styðja frekari leigubremsu samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Græningjar sem hafa myndað ríkisstjórn með þjóðarflokknum síðan við þingkosningarnar 2019 róa gegn því öllum árum að leigjendur þurfi að taka á sig þá hækkun á einu bretti. Frá síðustu kosningum hafa verið þrenn stjórnarskipti þar sem þjóðarflokkurinn hefur þurft að skipta fulltrúum sínum út meðal annars vegna hneykslismála. Samvinna þessara ólíku flokka hefur verið róstusöm eins og við var að búast, en samstarf þeirra er einstakt í ríkisstjórnarsögu landsins.
Heimild: Kronen Zeitung