Lítil fjölgun flóttafólks utan þriggja landa

4.518 manns sóttu um alþjóðlega vernd í fyrra samkvæmt uppgjöri Útlendingastofnunar. Af þessum fjölda komu 2.345 frá Úkraínu, 1.199 frá Venesúela og 232 frá Palestínu. Í heild er fjölgun flóttafólks 442% frá árunum fyrir cóvid. En ef þessi þrjú lönd eru tekin frá er fjölgunin 8%.

Þessar tölur passa illa við það sem haldið hefur verið fram í umræðunni. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, hélt því til dæmis fram í hlaðvarpsþættinum Ein pæling um miðjan desember að allt stefndi í að flóttafólk yrði um sex þúsund manns á árinu 2022.

Íslensk stjórnvöld hafa boðið flóttafólki frá Úkraínu hingað og eru fólk þaðan 52% af þeim sem komu til landsins í fyrra. Fyrir nokkrum árum gilti það sama um fólk frá Venesúela, það var sérstaklega boðið velkomið til Íslands. Þegar Útlendingastofnun vildi breyta stefnunni hafnaði úrskurðarnefnd útlendingamála því, sagði að veita yrði flóttafólki frá Venesúela áfram skilyrðislausa vernd nema Útlendingastofnun legði fram sannanir um að ástandið í Venesúela hefði batnað.

Ísland var eina Evrópulandið sem veitti flóttafólki frá Venesúela þessa stöðu. Og þegar fjöldi flóttafólks á Íslandi er borinn saman við önnur Norðurlönd er þetta helsta frávikið. Flóttafólk á Íslandi er hlutfallslega fleira en í hinum löndunum vegna þess að Íslendingar taka á móti miklum fjölda fólks frá Venesúela. Annar munur er hversu miklum mun færri koma hingað frá þeim löndum sem alþjóða flóttamannastofnunin skilgreinir sem neyðarsvæði.

Fjölgun flóttafólks í ár er því fyrst og fremst afleiðingar ákvarðana ríkisstjórnarinnar, ekki tilkomin vegna vaxtar alþjóðlegrar glæpastarfsemi eða því að íslensku útlendingalögin séu götóttari en í öðrum löndum. Með öðrum orðum er engar sannanir að finna fyrir málflutningi Jóns Gunnarssonar dómsmálaráðherra í gögnunum.

Fyrir utan þessi þrjú lönd, Úkraínu, Venesúela og Palestínu komu 52 fleiri í ár en að meðaltali árinu fyrir cóvid, 2018-19. Í stað þess að hingað hafi komið 13,5 manns að meðaltali á viku komu 14,5. Þetta er í engum takti við yfirlýsingar yfirvalda. Það er hópandi augljóst að Jón og dómsmálaráðuneytið eru að afvegaleiða umræðuna.

Myndin er af flóttafólki frá Úkraínu við upphaf innrásar rússneska hersins í landið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí