Náttúrustofa Vestfjarða skoðar lús á villtum laxi

Sjógöngufiskar og laxalýs í Jökulfjörðum var viðfangsefni Náttúrustofu Vestfjarða í rannsókn sem unnið var að sumarið 2021 með styrk frá Fiskræktarsjóði. Hægt var að fá fram upplýsingar um náttúrulegt sjávarlúsaálag með því að kanna álagið á svæði þar sem ekkert laxfiskeldi er til staðar segir Margrét Thorsteinsson landfræðingur hjá Náttúrustofu Vestfjarða en hún er auk þess með annað verkefni í gangi um Arnarfjörð.

Á vef Náttúrustofu Vestfjarða segir Margrét að með því að bera saman slík grunngögn um náttúrulegt sjávarlúsaálag sem safnað er núna við gögn sem safnað verður í framtíðinni er betur hægt að segja til um hvaða áhrif aukið fiskeldi í Ísafjarðardjúpi hefur á sjávarlúsaálag á villtum laxfiskum í Jökulfjörðum.

Niðurstöður síðustu rannsóknar sýna að á þessu afskekkta svæði er fjöldi sjóbleikja svipaður og við Kaldalón. Engar fiskilýs fundust á þeim og laxalúsaálag var lítið. Það mældist lægra í Leirufirði en á öðrum svæðum á Vestfjörðum.

Laxalús er eitt af þeim vandamálum sem bent hefur verið á í tengslum við sjókvíaeldi á laxi en þetta er fjórða skýrslan sem Náttúrustofan gefur út um lúsasmit villtra laxfiska. Fram að þessu hafa aðeins verið gerðar rannsóknir á villtum laxfiski í nágrenni sjókvía. Því hefur ekki verði hægt að gera nægilega góðar samanburðargreiningar.

Margrét segir í viðtali við fréttastofu RUV, lýsnar geta valdið miklum skaða. „Þetta eru sníkjudýr á laxfiskum og þær nærast á þeim. Þær valda sárum sem í geta komist sýkingar.“
Þá er einnig tekið fram að lýsnar getir haft áhrif á atferli laxins, þannig að hann leitar í seltuminni sjó, og í árósa.

Náttúrustofa fékk annan styrk á síðastliðnu ári frá Umhverfissjóði sjókvíaeldis og er með í vinnslu verkefni um Arnarfjörð þar sem borin eru saman tvö svæði innan fjarðarins.

Margrét segir vöktunarverkefni Náttúrustofunnar á þessu ári ná til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar, Dýrafjarðar og Kaldalóns á Vestfjörðum auk Seyðisfjarðar og Stöðvarfjarðar á Austurlandi.

Skýrsluna “Vöktun sjávarlúsa á villtum laxfiskum í Jökulfjörðum 2021” má finna https://nave.is/wp-content/uploads/2023/02/Voktun-sjavarlusa-a-villtum-laxfiskum-i-Jokulfjordum-2021.pdf.
Allar skýrslurnar er hægt að finna á heimasíðunni https://nave.is/documents (2018, 2019, 2021).

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí