Félagar í Eflingu samþykktu öll boðuð verkföll. Kosningaþátttaka var minni en í fyrri kosningum um verkföll, enda var samninganefnd Eflingar í karphúsinu stóran hluta þess tíma sem atkvæðagreiðslan stóð yfir. Þátttakan var þó í öllum tilfellum yfir 20% sem er forsenda þess að kosningin sé lögleg. verkföll byrja á hádegi 28. febrúar, eftir rétt rúma viku.
Boðun vinnustöðvun sem nær til allra starfa á hótelum og gistihúsum var samþykkt með 76% atkvæða. Verkfall hjá ræstingafyrirtækjum var samþykkt með 83% atkvæða og verkfall hjá öryggisvörðum með 64% atkvæða.