Póstburðarfólk í Þýskalandi kýs um ótímabundið verkfall

160 þúsund starfsmenn þýska póstsins kjósa nú um ótímabundið verkfall. Verkalýðsfélagið Ver.di krefst 15 prósent hækkun launa. Annars vegar til að bæta fyrir verðbólgu og hins vegar svo launafólk fái hlut í met hagnaði fyrirtækisins.  Kosningin byrjar í dag, verður til 8. mars.

Verkalýðsfélagið Ver.di og póstfyrirtækið Deutsche Post AG hafa á síðustu árum deilt um laun og vinnuskilyrði. Nokkrar daga verkföll voru árið 2015 og aftur 2018. Síðasti kjarasamningur var undirritaður í september 2020. Innihélt sá samningur 5% hækkun á gildistíma kjarasamningsins, en hann rann út í lok desember síðastliðinn. Starfsfólk hjá Deutsche Post AG eru láglaunafólk með grunnmánaðarlaun á milli 327-479 þús. kr. Þar sem almennt verðlag er um 31% dýrara á Íslandi en í Þýskalandi gefa þessi laun sambærilegan kaupmátt og um 430-630 þús. kr. mánaðarlaun á Íslandi.

Talsfólk verkalýðsfélagsins benda á að orka og matur séu nauðsynjar sem fólk kemst ekki hjá að kaupa. Þessir tveir þættir hækkuðu mjög mikið á síðasta ári, orka um 24% og matur um 21%. Hlutfallslega vigtar matur og orka meira hjá láglaunafólki en fólki almennt. Verkalýðsfélagið telur sanngjarnt að lægri laun hækki því hlutfallslega meira en meðaltekjur og þar yfir. Annað sem talsfólk Ver.di nefnir er að líkt og hjá Amazon gekk Deutsche Post AG gríðarlega vel meðan á Covid sóttvarnaaðgerðum stóð þar sem netverslun jókst og þar með pakkasendingar.

Skoðum verðbólgu og hagvöxt á 28 mánaða kjarasamnings tímanaum.

202020212022
Verðbólga0,5%3,1%7,9%
Hagvöxtur-3,7%2,6%1,8%

Eins og sjá má át verðbólgan upp 5% launahækkunina snemma á síðasta ári og síðan hefur kaupmátturinn skerst um tæplega 6,5%. Hagkerfið hefur á sama tíma jafnað sig. Og ef horft er til þess að verðbólga leikur láglaunafólk sérlega illa og að póstsendingafélög urðu ekki var við samdrátt á tímum cóvid er ljóst að starfsfólk Deutsche Post AG á töluverðar hækkanir inni. Krafan er um 15% hækkun launa.

Stærsta verkalýðsfélag Þýskalands

Ver.di er stærsta verkalýðsfélag Þýskalands. Varð til 2001 við samruna átta stórra verkalýðsfélaga. Nafnið stendur fyrir Vereinte Dienstleistungsgewerkschaft, sem þýðir Sameinaða þjónustustéttarfélögin á íslensku. Samkvæmt tölum frá Ver.di er verkalýðsfélagsaðild í Þýskaland um 16,9%. Félagið hefur um 2 milljónir félaga. Yfir 40 stéttir eða deildir tilheyra félaginu.

Hér eru nokkrar stéttir sem tilheyra Ver.di:

  • Póst- og pakkaburðarmenn (Deutsche Post)
  • Flugþjónar (Lufthansa)
  • Starfsfólk á rafstöðvum og hitaveitum
  • Starfsfólk í einkabönkum og ríkisbönkum
  • Starfsfólk í verslun og þjónustugreinum
  • Starfsfólk í skólum, háskólum og rannsóknarstofum
  • Starfsfólk í samgöngufyrirtækjum
  • Starfsfólk í sjúkrahúsum og heilbrigðiskerfum
  • Bílstjórar og ökumenn í flutningaþjónustu
  • Starfsfólk í fiskvinnslu og sjómennsku.

Þessar stéttir eru bara dæmi og Ver.di hefur marga aðra stéttir sem eru ekki meðtaldar hér

Einkavætt ríkisfyrirtæki

Skoðum aðeins nánar fyrirbærið sem póstburðarfólk þarf að semja við. Deutsche Post AG er dótturfyrirtæki Deutsche Post DHL Group og sér um póstþjónustu og fjarskipti í Þýskalandi. Deutsche Post DHL Group er hins vegar fyrirtækjasamstæða sem sér um póst- og pakkasendingar á heimsvísu, til dæmis flugfrakt og fjarskipti þjónustu.

Deutsche Post AG var upphaflega stofnað sem opinber fyrirtæki undir nafninu Deutsche Bundespost árið 1947. Árið 1995 var nýfrjálshyggju hugmyndafræði mjög sterk í Evrópu. Þá var fyrirtækið því skipt upp í þrjú fyrirtæki til að undirbúa einkavæðingu: Deutsche Post AG sem sá um póstþjónustu, Deutsche Telekom sem sá um fjarskipti og Postbank sem sá um bankaviðskipti. Ríkið seldi síða hlutabréfin í DP AG í tveimur lotum árið 2000 og 2004.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí