SA frestar verkbanninu til 6. mars

Verkalýðsmál 27. feb 2023

Samtök atvinnulífsins hafa tilkynnt Eflingu og ríkissáttasemjara um þá ákvörðun að fresta upphafi boðaðs, ótímabundins verkbanns um rúma 4 sólarhringa, þ.e. til kl. 16:00 mánudaginn 6. mars 2023.

Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir fundi með SA og Eflingu í dag til að ráðgast um framlagningu miðlunartillögu. Í tiljkynningu SA segir af þeim ástæðum hafu stjórn samtakanna ákveðið að fresta fyrirhuguðu verkbanni um rúma 4 sólarhringa að beiðni ríkissáttasemjara.

Hér má lesa bréf SA: Boðsent bréf til Eflingar og ríkissáttasemjara

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí