Samfylkingin stærst og ríkisstjórnin fallin

Samfylkingin er stærsti flokkurinn í könnun Gallup, sem tekin var yfir janúar, og ríkisstjórnin er kolfallin. Framsókn og Vg tapa samtals níu þingmönnum en Samfylkingin myndi bæta við sig ellefu.

Eins og í könnun Maskínu í síðasta mánuði mælist Samfylkingin stærsti flokkurinn, mælist með 25,3% sem er meira fylgi en flokkurinn hefur mælst með síðan í nóvember 2009, áður en fylgið fór að dala þegar flokkurinn leiddi ríkisstjórnina eftir Hrun.

Samfylkingin sækir mest af nýju fylgi inn á miðjuna. Samfylkingin mælist með 15,4 prósenta meira fylgi en í kosningum en flokkarnir sem hafa tapað mesti eru Framsókn (6,0 prósentur), Vg (5,8 prósentur) og Flokkur fólksins (3,3 prósentur). Aðrir flokkar mælast með fylgi um og við kjörfylgið.

En sumt af þessu fylgi var farið frá Framsókn og Vg áður en Samfylkingin fór að vaxa við formannsskiptin. Frá júlí, þegar Logi Einarsson hafði tilkynnt að hann myndi ekki halda áfram og það var að verða ljóst að Kristrún Frostadóttir tæki við, hefur Samfylkingin bætt við sig 9,8 prósentum en þeir fem hafa misst mest fylgi frá sér eru Píratar (4,4 prósentur), Framsókn (4,3 prósentur), Vg (1,6 prósentur) og Viðreisn (1,1 prósenta).

Samfylkingin hefur því girt fyrir vöxt flokka í stjórnarandstöðunni, Pírata og Viðreisnar, og tekið fylgi frá stjórnarflokkunum Framsókn og Vg. Þetta er staðan sem Kristrún Frostadóttir skilur eftir sig áður en hún fer í barneignarleyfi.

Annars er niðurstaða könnunarinnar þessi:

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 23,5% (-0,9 prósentur)
Framsóknarflokkur: 11,3% (-6,0 prósentur)
Vg: 4 þingmenn 6,8% (-5,8 prósentur)
Ríkisstjórn alls: 41,6% (-12,7 prósentur)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 25,3% (+15,4 prósentur)
Píratar: 10,4% (+1,8 prósentur)
Viðreisn: 7,3% (-1,0 prósentur)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 43,0% (+16,2 prósentur)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 5,5% (-3,3 prósentur)
Miðflokkurinn: 5,5% (-0,1 prósentur)
Ný-hægri andstaðan: 11,0% (-3,4 prósentur)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: 4,4% (+0,3 prósentur)

Þarna er hin svokallaða frjálslynda miðja með meira fylgi en ríkisstjórnarflokkarnir. Það hefur ekki gerst frá því að þessi ríkisstjórn var mynduð.

Og þingheimur yrði svona ef þetta yrðu niðurstöður kosninga:

Ríkisstjórn:
Sjálfstæðisflokkur: 16 þingmenn (-1)
Framsóknarflokkur: 8 þingmenn (-5)
Vg: 4 þingmenn (-4)
Ríkisstjórn alls: 28 þingmaður (-10)

Hin svokallaða frjálslynda miðja:
Samfylkingin: 17 þingmenn (+11)
Píratar: 7 þingmenn (+1)
Viðreisn: 5 þingmenn (+/-0)
Hin svokallaða frjálslynda miðja: 29 þingmenn (+12)

Ný-hægri andstaðan:
Flokkur fólksins: 3 þingmenn (-3)
Miðflokkurinn: 3 þingmenn (+1)
Ný-hægri andstaðan: 6 þingmenn (-2)

Stjórnarandstaða utan þings:
Sósíalistaflokkurinn: enginn þingmaður (+/-0)

Þarna er ein tveggja flokka ríkisstjórn í spilunum, Samfylking og Sjálfstæðisflokkurinn með 33 þingmenn. Kristrún Frostadóttir hefur ekki hafnað slíkri stjórn og síðast þegar þessir tveir flokkar voru turnarnir í íslenskum stjórnmálum varð það einmitt niðurstaðan 2007. Þá myndaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Það sem einu sinni var kallað Reykjavíkurmódelið, það er flokkarnir sem mynduðu meirihlutann sem féll síðastliðið vor (Samfylking, Píratar, Viðreisn og Vg) næði 32 manna meirihluta. Núverandi meirihluti í borginni, það er Vg út og Framsókn inn, væri með 36 þingmenn.

Til að ná hægri stjórn saman þyrfti Sjálfstæðisflokkurinn að taka með sér Framsókn, Miðflokk og Viðreisn, næði með því 32 manna meirihluta.

Það er engin vinstri stjórn í kortunum því eins og Ögmundur Jónasson þarf til þess að vera einhver vinstri maður á þingi. Svo er ekki í dag og svo væri ekki á þessu þingi.

46% sögðust styðja ríkisstjórnina, sem er svipað fylgi og stjórnin naut áður en stuðningurinn rauk upp í cóvid.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí