Sveitarfélög í Hollandi sekta braskara


Yfirvöld í Hollandi segja að fasteignamarkaðurinn sé fyrir fólk sem er að leita sér að heimili, en ekki fyrir braskara sem vilja hagnast á leigumarkaðnum. Fjölmörg sveitarfélög í Hollandi hafa tekið upp á því að sekta braskara fyrir að kaupa húsnæði gagngert til útleigu.

Kemur það í kjölfarið á lögum sem Hollenska þingið samþykkti og tóku gildi þ. 1. janúar 2022. Markmið yfirvalda með lögunum er að vernda fjölskyldur á húsnæðismarkaði og koma í veg fyrir okur á leigumarkaði. Lögin gera sveitarfélögum kleift á að stemma stigu við ásælni braskara á húsnæðismarkaðnum og tryggja að nýbyggingar endi ekki í höndunum á þeim með því að banna spákaupmennsku.

Hafa um sjötíu prósent sveitarfélaga tilkynnt að þau muni nýta sér þessar heimildir og vernda fjölskyldur á fasteignamarkaði fyrir spákaupmönnum og bröskurum. Fjölmörg sveitarfélög hafa nú þegar sett stífari reglur um kaup á húsnæði til útleigu og önnur að móta útfærslur. Í Amsterdam höfuðborg Hollands má til dæmis ekki leigja út íbúð fyrr en eigandi hefur búið í henni sjálfur í að minnsta kosti fjögur ár. Brot á þeim reglum varðar háum fésektum og hafa borgaryfirvöld þurft að beita þeim ákvæðum í nokkur skipti.

Í Amsterdam ná reglurnar yfir allar fasteignir sem eru undir áttatíu og fimm milljónum króna, en meðal kaupverð í fasteigna í borginni er sjötíu og fimm milljónir. Lúti braskarar ekki reglum borgaryfirvalda geta sektargreiðslur numið allt að sextíu og fimm þúsund evra eða rúmlega tíu milljónum króna.


Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí