Uggur um að sjómenn felli nýgerðan tíu ára kjarasamning

„Nú ætla ég að segja það hátt og skýrt að það væri stórslys ef nýja kjarasamningnum yrði hafnað í yfirstandandi atkvæðagreiðslu. Þá tæki við algjör óvissa, ástand sem ég held að við höfum fengið miklu meira en nóg af,“ skrifar Ægir Ólafsson, formaður Sjómannafélags Ólafsfjarðar og varaformaður Sjómannasambandsins á vef sambandsins og má merkja af þeim skrifum að töluverð óvissa er um niðurstöður kosninga um nýgerðan tíu ára kjarasamning sem lýkur 10 mars næstkomandi.

„Því miður er það svo að á samfélagsmiðlum er ýmislegt sagt og fullyrt um nýja samninginn sem er rangfært, rangtúlkað eða á sér enga stoð í veruleikanum. Umræða á þeim nótum er hvorki uppbyggileg né skynsamleg heldur beinlínis háskaleg!“ skrifar Ægir.

„Þeir sem mættu á dögunum á kynningarfund Sjómannafélags Ólafsfjarðar spurðu margs og voru sumir hverjir efins um ýmis atriði. Ég varð greinilega var við að það skipti sköpum að geta rætt málin, spurt og fengið svör til að móta sér eigin skoðun í framhaldinu. Valmundur Valmundsson kynnti samninginn og fjallaði um efni hans í stórum og smáum atriðum. Ég veit að útskýringar hans urðu til þess að fundargestir töldu sig að fá fullnægjandi upplýsingar um það sem skipti þá máli,“ skrifar Ægir og hvetur sjómenn til að nýta sér atkvæðarétt sinn og taka upplýsta ákvörðun byggða á staðreyndum en láti sér rangfærslur og rangtúlkanir um efni samningsins um eyru þjóta.

Valmundur Valmundsson formaður Sjómannasambandsins og Guðmundur Helgi Þórarinsson formaður VM komu að Rauða borðinu eftir að hafa undirritað þennan samning og útskýrðu hann fyrir okkur. Það viðtal má sjá hér:

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí