Ungt fólk í meirihluta þeirra sem veikjast andlega

Heilbrigðismál 28. feb 2023

VIRK starfsendurhæfingarsjóður hefur kynnt fyrstu niðurstöður rannsóknar sinnar um heilsu fólks og veikindi þess á vinnumarkaðnum. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest og vilja stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði eftir veikindi.

Í rannsókninni kemur fram að ungt fólk á aldrinum 20-29 ára á vinnumarkaði finnur fyrir mjög slæmum andlegum veikindum, eða 45 prósent, en þeir sem eldri eru og hafa verið lengur starfandi á vinnumarkaðnum. Helmingur þeirra sem svöruðu í könnuninni fóru að finna fyrir veikindum meira en ári áður en þeir fóru í veikindaleyfi. Langflestir sem fara í veikindaleyfi segjast finna fyrir andlegum veikindum og geðröskunum áður en til veikindaleyfis kom eru á aldrinum 20-29 ára. Svarendur í könnuninni sem eru í eldri hópunum finna síður fyrir andlegum veikindum og fara frekar í veikindaleyfi vegna stoðkerfisvanda.

Margir sem fara í veikindaleyfi leita sér að nýrri vinnu eftir að því líkur. Vísbendingar koma fram í rannsókninni að þeir sem fara í veikindaleyfi hafa verið sagt upp störfum fyrir eða eftir að veikindin komu fram. 

Berglind Stefánsdóttir, sérfræðingur hjá VIRK, sem stýrir verkefni um kulnun hjá VIRK segir að samhljómur er í rannsókninni við einkenni kulnunar í starfi, en þó geta fleiri ástæður verið fyrir andlegum og líkamlegum veikindum en kulnun. Berglind var gestur Kastljóss í gær þar sem kulnun var til umræðu.

Frekari niðurstöður úr rannsókn VIRK er að vænta.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí