Verkfall Eflingar löglegt og hefjst á hádegi á morgun

Félagsdómur felldi þann úrskurð áðan að verkföll 297 félaga Eflingar á sjö hótelum íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu eru lögleg. Verkfallið hefst því á hádegi á morgun.

Samtök atvinnulífsins héldu fram að boðuð vinnustöðvun væri ólögmæt þar sem miðlunartillaga sáttasemjara hafi verið lögð fram og þar með væri friðarskylda komin á. Óheimilt væri að boða og hrinda í framkvæmd vinnustöðvun á meðan miðlunartillaga væri í kynningu og atkvæðagreiðslu. Auk þess hélt SA þbí fram að Efling hafi með ólögmætum hætti hindrað að atkvæðagreiðsluna um miðlunartillöguna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna hafi því ekki getað legið fyrir innan þeirra tímamarka sem ákveðin höfðu verið af ríkissáttasemjara.

Félagsdómur hafnaði þessum rökum og úrskurðaði að verkfallið væri löglega boðað. Það mun því hefjast á morgun.

Myndin er af samninganefnd Eflingar, tekin kvöldið þegar verkfallið var samþykkt af félagsfólki.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí