Félagsdómur felldi þann úrskurð áðan að verkföll 297 félaga Eflingar á sjö hótelum íslandshótela á höfuðborgarsvæðinu eru lögleg. Verkfallið hefst því á hádegi á morgun.
Samtök atvinnulífsins héldu fram að boðuð vinnustöðvun væri ólögmæt þar sem miðlunartillaga sáttasemjara hafi verið lögð fram og þar með væri friðarskylda komin á. Óheimilt væri að boða og hrinda í framkvæmd vinnustöðvun á meðan miðlunartillaga væri í kynningu og atkvæðagreiðslu. Auk þess hélt SA þbí fram að Efling hafi með ólögmætum hætti hindrað að atkvæðagreiðsluna um miðlunartillöguna. Niðurstaða atkvæðagreiðslu um miðlunartillöguna hafi því ekki getað legið fyrir innan þeirra tímamarka sem ákveðin höfðu verið af ríkissáttasemjara.
Félagsdómur hafnaði þessum rökum og úrskurðaði að verkfallið væri löglega boðað. Það mun því hefjast á morgun.
Myndin er af samninganefnd Eflingar, tekin kvöldið þegar verkfallið var samþykkt af félagsfólki.