Vöntun á vinnuafli flöskuháls í framkvæmdum

Í tölum Hagstofunnar yfir laus störf á síðasta ársfjórðungi sést að vöntun á starfsfólki stendur í vegi fyrir framkvæmdum í byggingariðnaði. Þar kemur að fram að þrátt fyrir að rúmlega tvö þúsund ný störf hafi orðið til frá fyrra ári þá vantar enn tæplega fimmtán hundruð manns til að svara þörfinni.

Og ólík stefna stjórnvalda togast á hvort og hvernig fylla eigi þetta gat. Annars vegar eru yfirlýsingar ráðafólks á blaðamannafundum um stórfellda uppbyggingu íbúðarhúsnæðis og ýmisskonar stórhýsa. Hins vegar eru það yfirlýsingar Seðlabankans um þörf á aðhaldi og kælingu hagkerfisins. Ráðherrar segjast ætla að gefa í en Seðlabankastjóri að hækka svo vexti að fólk dragi úr framkvæmdum.

Og að baki er síðan sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður bíður ekki þau kjör svo hægt sé að manna þessar stöður. Og þrátt fyrir að verktakar leiti víða um heim að vinnandi höndum. Það er liðin sú tíð að hingað komi fólk frá austur-hluta EES-svæðisins til að vinna, sækist í eftirsóknarverðari kjör hér upp á Íslandi. Ísland stenst ekki lengur samanburðinn í huga þessa fólks við eigin heimahaga eða önnur lönd í Vestur-Evrópu. Kannski hafa íslenskir verktakar einfaldlega gengið of langt í að berja niður kjörin. Kannski hafa kjörin heima batnað.

Nú gera Samtök atvinnulífsins kröfu á stjórnvöld að auðveldað verði fyrir verktaka og önnur fyrirtæki að sækja fólk til starfa utan EES-svæðisins, þar sem kjörin eru svo slæm að fólk freistist til að koma hingað uppeftir. Fyrirtækjaeigendur vilja því ekki hækka kjörin heldur þvert á móti ganga lengra í að berja niður kjör starfsfólks í byggingariðnaði. Ef fólk á núverandi vinnumarkaði sættir sig ekki við kjörin vilja fyrirtækjaeigendur leita uppi fólk sem gerir það.

En eins og staðan er í dag ætti almenningur að taka með vara allar yfirlýsingar ráðafólks um byggingu á hinu og þessu. Eins og staðan er í dag ræður byggingariðnaðurinn ekki við að byggja meira, hann ræður ekki einu sinni við að byggja það sem hann hefur þegar tekið að sér. Það vantar fólk til starfa. Og það finnst ekki.

Vinnumarkaðurinn á Íslandi, sem í reynd nær yfir allt Evrópusambandið þar sem mikið atvinnuleysi geisar víða, nær ekki að fylla þessi störf á þeim kjörum sem bjóðast.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí