Ástráður Haraldsson settur ríkissáttasemjari hefur lagt fram miðlunartillögu í sæmilegri sátt við Samtök atvinnulífsins og Eflingar. Tillagan felur í sér það sama og tillaga Aðalsteins Leifssonar og felur í sér afturvirkni, svo félagar í Eflingu fá allar hækkanir frá 1. nóvember. Eini munurinn er að hótelþernu á hótelum og gistihúsum fá hækkun um einn launaflokk og olíuflutningabílstjórar frá hækkun, hóparnir tveir sem fóru í verkfall.
Það var afturvirknin sem stóð í SA og kom í veg fyrir að tillagan hefði verið lögð fram fyrr. SA hefir haft þá stefnu að þau verkalýðsfélög sem fara í verkföll fái ekki afturvirkni.
Áður en tillagan var lögð fram gerðu SA og Efling samkomulag um ýmis atriði sem ekki eru í tillögunni. Þetta eru viðræðuáætlanir um lagfæringar á töxtum og vinnuskilyrðum smærri hópa og önnur atriði sem ekki er hægt að troða inn í miðlunartillögu.
Atkvæðagreiðslan um tillöguna fer fram hjá embætti sáttasemjara. Efling og SA munu því afhenda sáttasemjara kjörgögn, þ.e. félagatalið. Frá og með hádeginu í dag falla niður verkföll. Tillagan verður samþykkt nema meirihluti felli hana og til þess þarf meirihlutinn að vera í það minnsta fjórðungur af félagsfólki í Eflingu og félagsgjöldum í SA. Atkvæðagreiðsla hefst á föstudaginn og lýkur á miðvikudaginn í næstu viku, á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars.
Á fundi með fréttamönnum ítrekaði Ástráður að samkvæmt lögum um vinnudeilur má forysta félaga ekki andmæla miðlunartillögunni með þeim hætti að sáttasemjari geti túlkað það sem afvegaleiðingu.
Þetta er launatafla SGS og sú sem miðlunartillagan inniheldur:
Flokkur | Byrjun | 1 ár | 3 ár | 5 ár |
---|---|---|---|---|
Launaflokkur 4 | 402.235 | 406.257 | 412.351 | 420.598 |
Launaflokkur 5 | 404.568 | 408.614 | 414.743 | 423.038 |
Launaflokkur 6 | 406.914 | 410.983 | 417.148 | 425.491 |
Launaflokkur 7 | 409.275 | 413.368 | 419.568 | 427.960 |
Launaflokkur 8 | 411.648 | 415.764 | 422.001 | 430.441 |
Launaflokkur 9 | 414.036 | 418.176 | 424.449 | 432.938 |
Launaflokkur 10 | 416.437 | 420.601 | 426.910 | 435.449 |
Launaflokkur 11 | 418.853 | 423.042 | 429.387 | 437.975 |
Launaflokkur 12 | 421.282 | 425.495 | 431.877 | 440.515 |
Launaflokkur 13 | 423.725 | 427.962 | 434.382 | 443.069 |
Launaflokkur 14 | 426.183 | 430.445 | 436.902 | 445.640 |
Launaflokkur 15 | 428.655 | 432.942 | 439.436 | 448.224 |
Launaflokkur 16 | 431.141 | 435.452 | 441.984 | 450.824 |
Launaflokkur 17 | 433.642 | 437.978 | 444.548 | 453.439 |
Launaflokkur 18 | 436.157 | 440.519 | 447.126 | 456.069 |
Launaflokkur 19 | 438.687 | 443.074 | 449.720 | 458.714 |
Launaflokkur 20 | 441.231 | 445.643 | 452.328 | 461.375 |
Launaflokkur 21 | 443.790 | 448.228 | 454.951 | 464.050 |
Launaflokkur 22 | 446.364 | 450.828 | 457.590 | 466.742 |
Launaflokkur 23 | 448.953 | 453.443 | 460.244 | 469.449 |
Launaflokkur 24 | 451.557 | 456.073 | 462.914 | 472.172 |