Eintómir flokksgæðingar endurskoða kerfið

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur lagt fram fyrirspurn til félags- og vinnumarkaðsráðherra þar sem hann spyr hvers vegna enginn öryrki eigi sæti í stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. 

Fyrirspurn Jóhanns hljóðar svo: „Hvers vegna á enginn öryrki eða fulltrúi frá ÖBÍ réttindasamtökum sæti í stýrihópi og sérfræðingateymi ríkisstjórnarinnar um heildarendurskoðun á örorkulífeyriskerfinu?“

Síðasta sumar var greint frá því að Steingrímur J. Sigfússon, fyrrverandi formaður VG og þingmaður um áratugaskeið, muni leiða stýrihóp ríkisstjórnarinnar sem á að taka örorkulífeyriskerfið í gegn. Steingrímur sat á þingi frá árinu 1983 þar til í árið 2021. 

Með honum í þessum stýrihópi verða svo Henný Hinz, aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, Óli Björn Kárason Sjálfstæðismaður og Eygló Harðardóttir Framsóknarkona. Líkt og spurning Jóhanns Páls gefur til kynna er enginn þeirra öryrki né hefur nokkra reynslu af örorkulífeyriskerfinu. Það er að segja fyrir utan lagasetningu yfir árin.

Þegar greint var frá skipun nefndarinnar í fyrra þá sagði Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, að henni væri óglatt við að heyra þessi tíðindi. „Er þetta eitthvert grín? Það er ekki eins og þessi einstaklingur hafi ekki haft þúsundföld tækifæri og völd til að leðrétta svívirðilega meðferð stjórnvalda á öryrkjum og framfærslu þeirra. Mér er óglatt svo ekki sė meira sagt,“ skrifaði Inga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí