Framhaldsskólakennurum með kennsluréttindi fækkar hægt og örugglega. Frá 2012 til 2021 fækkaði þeim úr 1641 í 1445 manns eða um 12%. Körlum fækkar hraðar, um 18% á sama tíma og konum fækkar um 7%.
Og fækkunin er mest á meðal hinna yngri. Á skólaárinu 2011-12 voru kennarar yfir sextugt 19% af þeim sem höfðu kennsluréttindi. Skólaárið 2020-21 var hlutfallið komið í 29%. Þetta er mikil öldrun starfsstéttarinnar á skömmum tíma.
Kennurum með kennsluréttindi undir sextugu fækkaði á þessum tíma um 21%, körlunum um 27% en konunum um 16%.
Yfir tímabilið fækkaði kennurum í framhaldsskólum um 5,6%, meðal annars vegna styttingar námstímans. Það varð þó ekki til að kennurum með kennsluréttindi fjölgaði hlutfallslegs. Þeim fækkaði meira en nam fækkun kennara. Og kennurum án réttinda fjölgaði, um 35%.
Graf sem fylgir tilkynningu Hagstofunnar um fjölda kennara í framhaldsskólum. Hér sést vel hversu hratt kennurum með réttindi fækkar:
