Framhaldsskólakennarar með réttindi í útrýmingarhættu

Framhaldsskólakennurum með kennsluréttindi fækkar hægt og örugglega. Frá 2012 til 2021 fækkaði þeim úr 1641 í 1445 manns eða um 12%. Körlum fækkar hraðar, um 18% á sama tíma og konum fækkar um 7%.

Og fækkunin er mest á meðal hinna yngri. Á skólaárinu 2011-12 voru kennarar yfir sextugt 19% af þeim sem höfðu kennsluréttindi. Skólaárið 2020-21 var hlutfallið komið í 29%. Þetta er mikil öldrun starfsstéttarinnar á skömmum tíma.

Kennurum með kennsluréttindi undir sextugu fækkaði á þessum tíma um 21%, körlunum um 27% en konunum um 16%.

Yfir tímabilið fækkaði kennurum í framhaldsskólum um 5,6%, meðal annars vegna styttingar námstímans. Það varð þó ekki til að kennurum með kennsluréttindi fjölgaði hlutfallslegs. Þeim fækkaði meira en nam fækkun kennara. Og kennurum án réttinda fjölgaði, um 35%.

Graf sem fylgir tilkynningu Hagstofunnar um fjölda kennara í framhaldsskólum. Hér sést vel hversu hratt kennurum með réttindi fækkar:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí