Gísli Marteinn spyr hvort Seltirningum sé „bara drull“

Sjálfstæðismenn á Seltjarnarnesi eru ekki sáttir við breytingatillögur borgarinnar og Gísli undrast viðbrögð þeirra.

Bæjarstjórn Seltjarnarness heldur áfram gagnrýni sinni í morgunblaðinu í dag þar sem hörmuð er sú ákvörðun meirihlutans í Reykjavík að breyta hringtorgi í vesturbænum í svo kölluð T-gatnamót til að auka öryggi gangandi og hjólandi, meðal annars í nágrenni Vesturbæjarskóla. Telja Seltirningar að ljósastýrð gatnamót og gönguljós munu reynast farartálmi fyrir þá, á leið heim úr höfuðborginni.

Gísli Marteinn segir Seltirninga vilja lækka hraða í sinni heimabyggð en á móti „berjast hatramlega fyrir því að fá að keyra mjög hratt í gegnum Vesturbæ Rvk og Miðborgina“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí