Gistináttafjöldi Aribnb og heimagistingu 52.000 í janúar

Samkvæmt frétt Hagstofunnar í dag hafa gistinætur aldrei verið fleiri en í febrúarmánuði.

Gistinætur erlendra ferðamanna voru 79% gistinátta, eða um 455.100. Er það 55% aukning frá fyrra ári (396.400). Gistinætur Íslendinga voru um 120.100 sem er 15% aukning frá fyrra ári (104.500) en gistinætur á hótelum og gistiheimilum um 435.700 og 139.600 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Áætlaður fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í febrúar var um 75.000.

Mesta aukningin í gistináttum á hótelum var á vesturlandi og vestfjörðum 75% og þár á eftir á suðurlandi 64%

Þá jókst framboð hótelherbergja í febrúar um 5% frá febrúar 2022 og jókst herbergjanýting á hótelum um 14,9 prósentustig frá fyrra ári.

Þá var áætlaður fjöldi gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í janúar um 52.000. Gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða voru um 3.000 í janúar og um 2.000 í febrúar.

Þá er gerð áætlun um fjölda gistinátta hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annað þar sem ekki var greitt fyrir og er það talið veru um 12.000 manns í janúar og 15.000 í febrúar.

Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hófu að gera rannsóknir á landamærum meðal erlendra ferðamanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júní 2017 og byggja áætlaðan fjölda gistinátta á heinni. Rannsóknin lá niðri í upphafi faraldursins og hófst aftur í maí 2021.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí