Samkvæmt frétt Hagstofunnar í dag hafa gistinætur aldrei verið fleiri en í febrúarmánuði.
Gistinætur erlendra ferðamanna voru 79% gistinátta, eða um 455.100. Er það 55% aukning frá fyrra ári (396.400). Gistinætur Íslendinga voru um 120.100 sem er 15% aukning frá fyrra ári (104.500) en gistinætur á hótelum og gistiheimilum um 435.700 og 139.600 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Áætlaður fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í febrúar var um 75.000.
Mesta aukningin í gistináttum á hótelum var á vesturlandi og vestfjörðum 75% og þár á eftir á suðurlandi 64%
Þá jókst framboð hótelherbergja í febrúar um 5% frá febrúar 2022 og jókst herbergjanýting á hótelum um 14,9 prósentustig frá fyrra ári.
Þá var áætlaður fjöldi gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í janúar um 52.000. Gistinætur erlendra ferðamanna í bílum utan tjaldsvæða voru um 3.000 í janúar og um 2.000 í febrúar.
Þá er gerð áætlun um fjölda gistinátta hjá vinum og ættingjum, í gegnum húsaskipti eða annað þar sem ekki var greitt fyrir og er það talið veru um 12.000 manns í janúar og 15.000 í febrúar.
Ferðamálastofa og Hagstofa Íslands hófu að gera rannsóknir á landamærum meðal erlendra ferðamanna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júní 2017 og byggja áætlaðan fjölda gistinátta á heinni. Rannsóknin lá niðri í upphafi faraldursins og hófst aftur í maí 2021.