„Svona fjölsóttur ferðamannastaður, eins og Landmannalaugar, gæti vaxið en hann myndi ekki dafna nema innviðir myndu fylgja með. Við þurfum að horfa til þess að svona staður hefur ákveðin þolmörk, strax upp úr 2000 voru sumir ferðamenn að segja að það væri orðið of mikið af ferðamönnum, þó þeir væru mun færri en þeir eru í dag.“
Þetta segir Guðmundur Björnsson, aðjúnkt í ferðamálafræði við HÍ, í viðtali við Rauða borðið sem sýnt verður í kvöld. Guðmundur hefur, ásamt öðrum í faginu, greint hættur ferðaþjónustunnar en líkt og fyrr segir þá eru þær ekki endilega augljósar. Eins og ef ferðamannastaðir verða of vinsælir, þá er gæti það gerst að sú staða snúist upp í andhverfu sína.
„Það er hætta á því að þessir ferðamenn sem sækja í náttúru leiti eitthvað annað. Við höfum séð það, það hefur gerst. Það eru ferðamenn sem eru að koma til Íslands því við erum að auglýsa þetta sem ósnerta náttúru, ósnortin víðerni, við sýnum myndir af hálendinu. Svo kemur fólk hingað og fer upp í Landmannalaugar, og líkt og sumir segja, sjá að þetta er eins og í flóttamannabúðum. Þar sem er fólk út um allt. Það var ekki það sem við ætluðum að fara, segja þá ferðamennirnir,“ segir Guðmundur.
Guðmundur fer nánar ofan í saumanna á þessu við Rauða borðið í kvöld.