Fyrirtæki í ferðamannaiðnaði segja sökina á samdrætti liggja helst hjá okurverðlagi hótela

Einn af heilögum gullkálfum íslensks samfélags, ferðamannaiðnaðurinn, virðist nú loga innbyrðis í deilum um títt ræddan samdrátt vegna fækkunar ferðamanna. Forsprakkar iðnaðarins, þar sem hóteleigendur eru hvað áhrifamestir, hafa kvartað sáran undan skorti frírrar markaðssetningar á iðnaðinum af hálfu hins opinbera. Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra hoppaði strax til og lofaði slíku átaki uppá hundruði milljóna króna.

Nú berst hins vegar gagnrýni á hið þveröfuga, það sé fyrst og fremst gríðarhá verðlagning aðila iðnaðarins sem sé að valda samdrætti og þá einna helst sé sökudólgurinn stóru hótelin.

Guðmund­ur Kjart­ans­son, for­stjóri og aðal­eig­andi Ice­land ProTra­vel Group sam­stæðunn­ar var til viðtals hjá mbl.is og hafði hann frískandi og fróðlega sýn á málið. „Við get­um ekki selt landið á þess­um verðum sem nú er verið að bjóða. Töl­um bara manna­mál, þetta snýst um að vinda þarf ofan af dýrtíðinni.“

Guðmundur segir upplifun sína og síns fólks undanfarið vera mjög skýra, bæði hópar og einstaklingar veigri sér í auknum mæli við að bóka ferðir til Íslands vegna hárra verða. Þar sé verð á gistingu veigamesti þátturinn. „Við höf­um upp­lifað í svo­lít­inn tíma, bæði hjá hóp­um og ein­stak­ling­um, að fólki finnst Ísland orðið of dýrt. Það kýs frek­ar að fara til Nor­egs, sem er ekki ódýrt land, eða Svíþjóðar eða Finn­lands. Hót­el­verð er oft lagt til grund­vall­ar þegar kem­ur að skipu­lagn­ingu ferða og menn hér á landi hafa farið al­gjör offari þar.“

Einnig ræddi Morgunblaðið við aðra ferðaþjónustuaðila, sem sögðu álíka sögur og sammældust Guðmundi. Hall­grím­ur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Snæ­land tra­vel, segir þannig að hótelverð hafi stigmagnast undanfarin ár frá tímum Covid og þegar hans fyrirtæki hugðist skipuleggja hópferðir þá hafi hreinlega verið okrað vegna mikilla anna. „Það var bara híað á þig, það var svo mikið að gera hjá hót­el­un­um. Verðin voru mjög há, við vor­um að fá verðhækk­un upp á kannski tugi pró­senta þriðja árið í röð frá covid,“ sagði hann.

Þeir kollegar bætast í hóp með Þórunni Reynisdóttur, framkvæmdastjóra Úrvals Útsýnis, sem gagnrýndi harðlega í júní þau auknu áköll talsmanna ferðamannaiðnaðarins um fría markaðssetningu af hálfu hins opinbera. Sökin lægi hjá iðnaðinum sjálfum.

Þá er ljóst að aukin dýrtíð hefur áhrif innanlands líka, því almenningur verður oft fyrir verðhækkunum sem miðaðar eru að ferðamönnum, svo sem á matsölustöðum og gistingum innanlands. Það eitt er því verðbólguhvetjandi með tilheyrandi eyðileggjandi áhrifum á samfélagið. Þá er morgunljóst að vöxtur ferðamannaiðnaðarins hefur valdið miklum skaða á innviðum húsnæðismarkaðar, skólakerfisins og heilbrigðiskerfisins vegna sprengingu í fólksfjölgun, sem er fyrst og fremst vegna innflutts vinnuafls fyrirtækja ferðamannaiðnaðarins.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí