Háttsett í VG og æf á Twitter – „Skautun“ að gagnrýna VG

Landsfundur VG fór fram um helgina en meðan Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, hélt ræðu þá voru gerð hróp að henni úr sal. 

Margir hafa misst trú á flokknum nýverið og Silja Björk nokkur virðist ánægð með manninn sem greip fram í fyrir Katrínu. Hún skrifaði um helgina á Twitter: „Okei name and fame sko ég vil fá að vita hvaða stórkostlegi snillingur þetta var.“

Anna Lísa Björnsdóttir, framkvæmdastjóri þingflokks VG og fyrrverandi kosningastjóri flokksins, virðist síður en svo ánægð með þetta tíst Silju Bjarkar. 

Hún svarar: „Ósáttur maður sem er ekki í flokknum – með íslenska fánann á sér og var einna helst reiður yfir því að hún fór til Úkraínu. En flott hjá þér að taka þátt í skautun.“

En hvað er eiginlega skautun? Stofnun Árna Magnússonar skilgreinir það svo: „ Skipting samfélags eða hóps í tvær fylkingar sem aðhyllast algjörlega andstæð sjónarmið eða gildi“.

Það er óhætt að segja að þessi ummæli Önnu Lísu hafi fallið í grýttan jarðveg á Twitter. Margir hæðast að henni í athugasemdum. „Það ættu sem flestir að taka þátt í skautun á VG. Það er eitthvað sem ber að fagna,“ segir Donna nokkur. Kjartan nokkur skrifar svo: „Þú ert vitleysingur. Atkvæði til VG er atkvæði til XD.“

Landsfundur VG var haldinn á Akureyri en Sindri Geir Óskarsson, sóknarprestur í Glerárkirkju í bænum, er meðal þeirra sem vandar Önnu Lísu ekki kveðjurnar. Hann skrifar: „Ó plííís. Haldið áfram í þessari ríkisstjórn fyrir the greater good eða hvað sem þið kallið það að vera blinduð af valdi.“ 

Þess má geta að fjallað var um Önnu Lísu á Miðjunni í fyrra. Þar var greint frá því eiginmaður hennar væri framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og hjónin hefðu bæði tekið þátt í útboði Íslandsbanka. Jóhannes Þorvarðarson segir í pistli um málið: „Ótvírætt er að hjónin höfðu aðgang að verðmætum og óopinberum upplýsingum, sem þau hafa nú nýtt sér í auðgunarskyni.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí