Húsaleiga sem hlutfall launa og dekstur við leigusala

Formaður Húseigendafélagsins Sigurður Helgi Guðjónsson segir í viðtali við Morgunblaðið að leiguverð eigi inni hækkanir og leigubremsa sé ekki lausnin enda eigi framboð og eftirspurn að ráða á öllum mörkuðum og húsnæðismarkaðnum þar af leiðandi.

Hann segir að gapið mill þess sem leigusali þurfi að standa skil af og þess sem leigjendur geti greitt í húsaleigu verði aðeins brúað með auknu framboði af húsnæði. Þá borgi sig ekki að leigja út húsnæði þegar allur kostnaðurinn er tekinn saman.

Sigurður tekur einnig undir orð Kára S. Friðrikssonar hagfræðings hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem segir að leiguverð aldrei hafa verið lægra eða í lægra hlutfalli við fasteignaverð og sjaldan í lægra hlutfalli við laun.

Þetta eru fremur villandi upplýsingar frá þeim báðum dreift af Morgunblaðinu sem innihalda ekki breytur eins og þær að hér hafi stýrivextir hækkað von úr viti síðasta árið og verðbólga sé hér komin í tveggja stafa tölu með tilheyrandi kaupmáttarrýrnun.

Guðmundur Hrafn Arngrímsson, formaður Leigjendasamtakanna hefur bent á að álag húsaleigu á lágtekjuhópa haldi áfram að hækka, en frá árinu 2011 hafi leiga hækkað langt umfram laun og borga lágtekjuhópar á höfuðborgarsvæðinu í það minnsta 15% hærra hlutfall af launum sínum í húsaleigu en þeir gerðu árið 2011. Þá er hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum komið í tæp 70% á höfuðborgarsvæðinu ef miðað er við nýjustu tölur úr verðsjá húsaleigu fyrir 100 fermetra íbúð.

Raun-húsaleiga er auk þess mun hærri en sú sem birtist á verðsjánni því hún nær aðeins yfir þinglýsta samninga þeirra sem sækja um húsnæðisbætur. Minnihluti leigjenda sækir slíkar bætur samkvæmt könnun hagstofunnar.

Hann segir einnig hlutfall húsaleigu af lágmarkslaunum vera fjörutíu og sex prósent í höfuðborgum Danmerkur og Noregs en fimmtíu og þrjú prósent í höfuðborg Svíþjóðar. Meðal-álagið í þessum löndum er því fjörutíu og átta prósent sem þýðir að álag húsaleigu á láglaunahópa hér á höfuðborgarsvæðinu er 41% hærra en á meðal sömu hópa á leigumarkaði í höfuðborgum hinna Norðurlandanna.

Þá er æ algengara að lönd taki upp húsaleigubremsur af ýmsu tagi en formaður húseigendafélagsins sver sig hins vega í ætt hægri manna sem vilja alls ekki sjá slíka lausn og heldur því fram aða hún hafi mælst illa fyrir í öllum þeim löndum sem hann þekki til í. Framboð á húsnæði hafi þar dregist saman og viðhaldi verið ábótavant.

Slík rök halda illa vatni nema að því leyti að leigubremsa dregur að sjálfsögðu úr þenslu á leigumarkaði og veldur því að fjármagnseigendur og leigusalar sjá takmarkaðri gróða. Hún er enda ekki fundin upp til að dekstra leigusalana. Hið opinbera getur svo stýrt því hversu mikil uppbygging er í gangi á hverjum tíma auk þess að setja á betra regluverk um byggingasmíði og viðhald bygginga.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí