„Hvað sem þið gerið, reynið að taka sem allra, allra minnst af verðtryggðum lánum“

Ólafur Margeirsson hagfræðingur birtir á Facebook síðu sinni tvær myndir sem sýna vel hve gífurlega óhagstætt sé að taka verðtryggt lán. Myndirnar má sjá hér fyrir neðan en Ólafur skrifar: „ Hvað sem þið gerið, reynið að taka sem allra, allra minnst af verðtryggðum lánum.“

Ólafur fer nánar yfir málið í pistli sem hann birtir á Patreon-síðu sinni, en þar er hægt að gerast áskrifandi að pistlum hans. Pistilinn má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. 

Hér má sjá dæmi um tvö lán, bæði tekin í janúar 2020. Lánsupphæðin er 40 milljónir. Annað var óverðtryggt á breytilegum vöxtum, hitt var verðtryggt á breytilegum vöxtum. Bæði voru til 25 ára.

Greiðslubyrðin af óverðtryggða láninu er vitanlega hærri, það vita allir. Hún hefur hefur líka hækkað meira í tilviki þess, sem er einmitt m.a. tilgangurinn með stýrivaxtahækkunum: til þess að stýrivaxtahækkanir virki þurfa lántakar að finna fyrir þeim í lok hvers mánaðar svo lántakar dragi úr neyslu og þar með úr verðbólguþrýstingi.

Þessi virkni stýrivaxta er varla til staðar á verðtryggða láninu, sem sjá má, því kostnaðinum af láninu er að stórum hluta velt yfir á höfuðstól lánsins (þar sem hann ber vaxtavexti). Lántaki verðtryggða lánsins finnur þar af leiðandi ekki eins mikið fyrir stýrivaxtahækkunum, svo Seðlabankinn verður að hækka vexti meira en ef öll lán væru óverðtryggð. Þetta er það sem fólk meinar þegar það segir að verðtryggingin geri stýrivaxtabreytingar Seðlabankans bitlausar.

Heildarkostnaðurinn (hér skilgreindur sem uppsafnaðar mánaðarlegar afborganir, vextir og breytingar á höfuðstól) er líka hærri á verðtryggða láninu. Í þessu dæmi er hann kominn upp í 10,6 milljónir frá því lánið var tekið. Í dæmi óverðtryggða lánsins er hann kominn í 5,2 milljón.

Nú er þetta 100% baksýnisspegilssýn. Kannski nær Seðlabankinn að berja verðbólgu niður hraðar en búist er við (venjan er að það gerist ekki). Ef núverandi verðbólguspá Seðlabankans rætist verður fjármagnskostnaður við verðtryggt lán næsta árið í kringum 8-9%. Hægt er að finna óverðtryggð lán með svipaðan eða lægri fjármagnskostnað.

Sjálfur myndi ég taka sem allra, allra minnst af verðtryggðum lánum. Þið verðið að gera það upp við ykkur sjálf hvort þið takið verðtryggt eða óverðtryggt lán. Kannski verðið þið að gera það m.v. núverandi fjárhagsstöðu, m.a. því það eru of margir aðrir einstaklingar að taka verðtryggð lán sem dregur úr áhrifamætti stýrivaxtahækkana Seðlabankans svo þeir hækka vexti svo enn fleiri neyðast til að taka verðtryggð lán og svo koll af kolli…

Við skulum endilega halda því áfram fram að verðtryggð lán séu jákvæð fyrir efnahagslegan stöðugleika á Íslandi!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí