Katrín síðust í röðinni

Það hefur verið mikið að gera hjá Volodymyr Zelenskí forseta Úkraínu að taka á móti erlendum þjóðhöfðingjum undanfarna mánuði. Í dag er röðin komin að Íslandi, en Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra munu banka upp á í Kænugarði í dag.

Skiljanlega tekur Zelenskí oftast á móti forystufólki nágrannaríkjanna. Þannig hefur Andrzej Duda forseti Póllands og Mateusz Morawiecki forsætisráðherra heimsótt Zelenskí samtals níu sinnum síðasta árið Heimsóknir frá Eystrasaltslöndunum eru líka tíðar.

Mette Frederiksen forsætisráðherra Dana hefur farið tvisvar til fundar við Zelenskí og Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs einu sinni, í fyrrasumar. Magdalena Andersson fór sem forsætisráðherra Svía í sumar og svo Ulf Kristersson eftir hann tók við sem forsætisráðherra eftir kosningar í haust. Sanna Marin forsætisráðherra Finna hefur farið tvisvar og Sauli Niinistö forseti Finnlands einu sinni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí