Miðlunartillaga Ástráðs orðin að kjarasamningi

Niðurstaða kosninga um miðlunartillögu Ástráðs Haraldssonar setts ríkissáttasemjara var að 85% Eflingarfólks samþykkti tillöguna og 99% þess atkvæðamagns fyrirtækjaeigenda í Samtökum atvinnulífsins. Þar með er tillagan orðin að kjarasamningi og Eflingarfólk mun fá afturvirkar launahækkanir frá 1. nóvember um næstu mánaðamót.

Miðlunartillagan var samhljóma þeim samningum sem Starfsgreinasambandið gerði í byrjun desember. Þó fá herbergisþernur hækkun um einn launaflokk umfram samningana SGS og bílstjórar hjá Samkipum, Olíudreifingu og Skeljungi fá hækkun á álagi, en þetta eru hóparnir sem fóru í verkfall.

Bæði forysta SA og Eflingar studdu framlagningu tillögunnar og kemur því niðurstaðan ekki á óvart. Næst mætir þetta fólk til kjarasamninga í haust en samningurinn rennur út í lok janúar á næsta ári.

Eflingarfólk fær greidda hækkun síðustu fimm mánaða um næstu mánaðarmót. Í tilfelli herbergisþerna verða það um 222 þús. kr. miðað við dagvinnulaun.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí