Ólafur segir einfalt að halda niðri verðbólgu: „Þetta er ekki flókin hagfræði“

Ólafur Margeirsson hagfræðingur segir á Facebook að í raun sé einfalt mál að halda niðri verðbólgunni á Íslandi. Hann segir að það megi gera með því að tryggja nægt framboð á leigumarkaði. Lítill vilji virðist samt vera hjá stjórnvöldum að fara að ráði hans.

Ólafur skrifar og deilir myndinni sem sjá má hér fyrir neðan:

„Besta leiðin til að halda niðri verðbólgu?

Stór leigumarkaður þar sem framboð er nægilega mikið.

Nægt framboð af íbúðum til leigu (og sölu) => minni þrýstingur á leigu- og fasteignaverð => minni þrýstingur á launakröfur => minni þrýstingur á verðbólgu. Og þar af leiðandi minni þrýstingur á nafnvaxtastig: það er m.a. nægilega mikið framboð af íbúðum til leigu í Sviss sem leiðir til þess að vaxtastig er svo lágt.

Þetta er ekki flókin hagfræði.“

Sjá má og heyra viðtal við Ólaf við Rauða borðið í spilaranum hér að ofan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí