Opinberir starfsmenn að ganga frá samningum

Stefnt er að undirritun samninga aðildarfélaga BSRB við ríki og sveitarfélög í dag. Sambærilegir samningar verða bornir upp innan aðildarfélaga BHM en ekki hefur verið samið við Kennarasambandið. Samningar BSRB og BHM eru á sömu nótum og samningar Starfsgreinasambandsins, iðnaðar- og verslunarmanna frá árslokum í fyrra. Um skammtímasamninga er að ræða sem gilda í tólf mánuði frá 1. apríl 2023.

„Leiðarljós okkar í þessum viðræðum var að verja kaupmátt starfsfólks í almannaþjónustu, enda er verðbólgan farin að bíta almenning verulega og langt síðan fólk á almennum vinnumarkaði fékk sínar kjarabætur. Við fögnum því að kjarasamningur taki við af kjarasamningi svo launafólk fái ávinninginn af samningunum strax í vasann 1. maí. Rétt eins og á almenna markaðinum er um skammtímasamninga að ræða og svo hefst fljótlega undirbúningur fyrir gerð langtímakjarasamninga hjá aðildarfélögum BSRB. Kröfur okkar munu ekki eingöngu beinast að launagreiðendum heldur einnig stjórnvöldum,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, í tilkynningu frá samtökunum.

Forsvarsfólk fjórtán aðildarfélaga BSRB undirrituðu kjarasamningana í húsi Ríkissáttasemjara en undir þau falla um 14 þúsund félagsmenn. Stéttafélagið Sameyki hefur þegar undirritað sína samninga við ríki og borg. Samningarnir fara nú í kynningu og í kjölfarið í atkvæðagreiðslu í félögunum sem lýkur 14. apríl.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí