Baldur Þórhallsson stjórnmálaprófessor undrast umræðuna hér á landi þegar kemur að varnar og öryggismálum en hann segir í Morgunblaðinu í dag að hann sjái því hvergi haldið fram annars staðar nem á Íslandi að öryggisástand Norður-Atlantshafs hafi ekki gjörbreyst eftir innrásina í Úkraínu. Hér mótist öll umræða af fullyrðingum sem stangist á við umræðuna eins og hún er í Evrópu og Bandaríkjunum í dag.
Samstöðin sagðir frá því um helgina að Arnór Sigurjónsson fyrrum skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu Utanríkisráðuneytisins hafi gefið út bókina „Íslenskur her, breyttur heimur – nýr veruleiki” og í viðtali við Morgunblaðið kallaði hann eftir alvöru umræðu um stofnun hers á Íslandi sem að hans sögn ætti að hafa það markmið að tryggja öryggi landsins og byggja upp varnir til framtíðar.
Í kjölfarið ræddi fréttastofa RUV við Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra og sagðist hún ekki myndi ráðstafa frekara fjármagni í að byggja upp innlendan her. Hún sagði umsvif á Keflavíkurflugvelli hafi aukist eftir innrásina í Úkraínu og þau ættu enn eftir að aukast en endurkoma bandaríska hersins hafi ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar af neinni alvöru.
Þá hefur ný innleidd þjóðaröryggisstefna Íslendinga verið gagnrýnd m.a. af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur sem sagði hana á dögunum vera marklaust plagg.