Ragnar Þór kjörinn formaður með 57% – Elva Hrönn fékk 39%

Ragnar Þór Ingólfsson fékk 57% atkvæða í formannskjöri VR. Þetta er annað sinn sem hann er kjörinn sem sitjandi formaður. hann fékk 63% þegar Helga Guðrún Jónsdóttir bauð sig fram á móti honum fyrir tveimur árum.

Atkvæði greiddu 11.996. Á kjörskrá voru alls 39.206 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6%. Ragnar fékk 6.842 atkvæði en Elva Hrönn Hjartardóttir 4.732.

Fyrir tveimur árum greiddu 10.346 atkvæði, 28,8% af tæplega 36 þúsund manns á kjörskrá. Síðan hefur félögum í VR fjölgað um meira en 3.500 manns.

Sjö stjórnarmenn voru kosnir til tveggja ára samkvæmt ákvæðum um fléttulista eins og kveðið er á í lögum VR. Eins og sjá má hækkar þessi regla karlana upp:

  1. Halla Gunnarsdóttir: 3955 atkvæði
  2. Sigurður Sigfússon: 3120 atkvæði
  3. Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir: 3830 atkvæði
  4. Ólafur Reimar Gunnarsson: 2570 atkvæði
  5. Jennifer Schröder: 3016 atkvæði
  6. Þórir Hilmarsson: 2463 atkvæði
  7. Vala Ólöf Kristinsdóttir: 2526 atkvæði

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs

8. Ævar Þór Magnússon: 2000 atkvæði
9. Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir: 2520 atkvæði
10. Gabríel Benjamin: 1791 atkvæði

Það vekur athygli að Helga Ingólfsdóttir fellur úr stjórn og Sigríður hallgrímsdóttir úr varastjórn, þótt þær hafi báðar fengið fleiri atkvæði en Gabríel Benjamín. Kristjana Þorbjörg var í aðalstjórn en fellur í varastjórn.

Ragnar Þór naut ágæts stuðnings í stjórn VR á síðasta kjörtímabili. Nú koma inn andstæðingar hans í stjórn. Halla sagði upp sem framkvæmdastjóri Alþýðusambandsins vegna samstarfserfiðleika Drífu Snædal við Ragnar Þór og félaga hans. Ólafur Reimar vék tilneyddur úr stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna 2019 að undirlagi Ragnar Þórs. Gabríel Benjamín, sem situr í varastjórn, hefur gagnrýnt Ragnar Þór fyrir að hafa ekki fordæmt fjöldauppsagnir á skrifstofu Eflingar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí