Ríkisstjórnin verður að bregðast við

Dýrtíðin 8. mar 2023

Ríkis­­stjórnin verður að bregðast við,“ segir Sonja Ýr Þor­bergs­dóttir, for­maður BSRB, um stig­magnandi verð­bólgu og spá sér­fræðinga um frekari stýri­vaxta­hækkanir Seðla­bankans.

Sonja Ýr gerir þetta að um­tals­efni í að­sendri grein í Frétta­blaðinu í dag.

„Kvíða er farið að gæta á mörgum heimilum landsins vegna verðs á nauð­­synja­vörum og sí­hækkandi hús­­næðis­­kostnaðar. Ríkis­­stjórnin verður að bregðast við. Og hún verður að gera það núna með að­­gerðum sem koma til fram­­kvæmda strax, ekki á næstu árum. Það þarf sér­­tækar tekju­öflunar­­að­­gerðir gegn verð­bólgu, aukið að­hald á markaði og stuðnings­að­­gerðir við heimili í vanda,“ segir hún.

Sonja Ýr segir að beðið hafi verið eftir að­gerðum ríkis­stjórnarinnar mánuðum saman. En í stað þess að bregðast við hafi ráð­herrar eftir­látið Seðla­bankanum hag­stjórnina sem hefur einungis tak­mörkuð og al­menn tæki til. Þetta hafi haft al­var­legar af­leiðingar í för með sér fyrir al­menning.

„Þrátt fyrir þessa al­var­­legu stöðu í efna­hags­­málum er mikill hagnaður fyrir­­­tækja og arð­­greiðslur virðast síður en svo vera að dragast saman. BSRB hefur bent á að ríkis­­stjórnin þurfi að bæta stöðu ríkis­fjár­­mála með tekju­öflun hjá þeim sem sannar­­lega hafa svig­rúm til að leggja meira af mörkum til sam­­neyslunnar. Þar má nefna há­­tekju­skatt, stór­­eigna­skatt, banka­skatt, hækkun fjár­­magns­­­tekju­skatts og hærri hlut­­deild al­­mennings í tekjum fyrir af­­not á sam­eigin­­legum auð­lindum. Verð­bólga er nú í tveggja stafa tölu og því þarf að grípa til ráð­­stafana strax en ekki bíða næsta fjár­laga­árs.“

Sonja bendir á að fyrir­tækin á­kveði verð­lag og hér ríki fá­keppni á mörkuðum með nauð­synja­vörur. Sú staða muni ekki breytast af sjálfu sér.

„Stjórn­völd geta og eiga að tryggja virka sam­­keppni og neyt­enda­vernd. Hjá stór­­fyrir­­­tækjunum er svig­rúm til þess að minnka á­lagningu, sem eykst þó með degi hverjum og veldur aukinni verð­bólgu,“ segir hún.

Frétt af vef BSRB. Grein Sonju má hér: Stjórnmál fyrir fólk en ekki fjármagn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí