Seðlabankinn er viljandi að þrengja að heimilum: „Þetta eru skottulækningar“

Ásgeir Jónsson

Jökull Sólberg Auðunsson, forritari og ráðgjafi, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að markmiðið með síhækkandi stýrivöxtum sé að þrengja að hag heimila. Peningastefnunefnd hækkaði stýrivexti um 1 prósent í morgun, upp í 7,5 prósent. Jökull segir að hagfræðin sem liggur að baki þeirri ákvörðun sé ekki hægt að kalla annað en skottulækningar.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Jökuls í heild sinni.

Stýrivöxtum er ætlað að draga máttinn úr eftirspurninni – þrengja að hag heimila. Þau eru komin upp á lánastofnanir til að útvega sér það mikla fjármagn sem þarf fyrir húsnæði. Stór hluti er á breytilegum vöxtum. Áður fyrr var vaxtatækið bitlaust þar sem verðtrygging var gríðarleg. Nú er vopnið þungt – það bítur fast á mörg heimili, og það strax. Það nýjasta er að verðbólgan er á „breiðum grunni“ – húsnæði er hætt að hækka en aðrir liðir komnir inn af þunga. Ein útskýringin: Skuldsett fyrirtæki eru fljót að velta auknum fjármagnskostnaði úti í verðlag.

Rætur þessarar verðbólgu eru á framboðshliðinni. Lítið er hægt að gera við innfluttri verðbólgu. Hún er um helmingur. Stór hluti er aukin renta fyrirtækja sem lifa í skjóli fákeppni og slaks eftirlits. Stjórnvöld hafa farið óskynsamlega með fjármálin – fríðindi þeirra sem lifa á auði sínum og auðlindum eru gríðarleg. Þeir allra auðugustu nota brellur og telja rangt fram. Skattstofnarnir eru eftir því. Virðisaukaskattur er hár og leggst þungt á heimilin. Katrín fer með vísur á flokksþingi sem hún gleymir svo næsta dag. Hvað hafa kjósendur VG fengið fyrir sitt atkvæði í tíð Katrínar? 

Stýrivaxtahækkanir eru ekki málið. Ríkisstjórnin þarf að vinda ofan af markaðshyggju húsnæðis, auka hlut félagshúsnæðis og leigumarkaðs sem er tryggur – og byggja meira. Ekki bara til að auka framboð, heldur til að auka gæði og setja akkeri á markaðsverðið. 

Hagfræði 101 er kofi sem var illa smíðaður og er laskaður eftir 2008. Í dag er hann algjör rúst. Endurskoðunar er þörf (sjá MMT og post-keynesíska hagfræði). Tvær kynslóðir hagfræðinga halda enn að módelin þeirra séu enn í gildi og fara eftir þeim. Þetta eru skottulækningar. Örfáir skera sig úr en þeim er haldið úti frá mikilvægustu stöðunum – getiði afhverju, vegna þess að Hagfræði 101 var smíðuð og sniðin að þörfum auðvaldsins, og það ræður! Það var VG sem valdi Ásgeir, æðstaprest þeirrar hagfræði sem er að leiða okkur í heimasmíðaða kreppu. 

Því miður höfum við seðlabankastjóra sem heldur að hann sé sá útvaldi, ætlar að bjarga þjóðinni frá sjálfri sér. Aðal vandinn er samt ríkisstjórnin, hún er okkar hörmung. Við kusum hana. Skoðanakannanir benda þó til að þjóðin sé tilbúin að lifa án Katrínar og Bjarna. Eitrað dúó.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí