Segir grunnþjónustuna fjársvelta

Innviðir 15. mar 2023

Þórarinn Eyfjörð, formaður Sameykis, segir í pistli að heilbrigðisstarfsfólk sem sinnir grunnþjónustunni við almenning eru hversdagshetjur sem búa við fjársvelt heilbrigðiskerfi og fjársvelta grunnþjónustu. Hann segir að í heimildaþáttaröðinni Storm sem sýnd er á RÚV hversu mikið álag heilbrigðiskerfið og grunnþjónustan hefur þurft að þola í heimsfaraldrinum.

„Í þáttunum sjáum við fólk sinna störfum sínum af slíkri alúð að auðvelt er að fyllast aðdáun í aðstæðum sem ekki er leggjandi á nokkurt fólk. Það sinnir sínum störfum vegna þess að því er ekki sama um annað fólk, en ekki vegna þess að aðbúnaðurinn er svo góður né að laun þess eru svo góð, heldur vegna þess að því er ekki sama um aðra og vill leggja sitt af mörkum til að hjálpa sjúkum og öðrum þeim sem þurfa á hjálp að halda.“

Þá segir Þórarinn að heilbrigðiskerfið sé fjársvelt og þó heimfaraldrinum sé lokið hafi álag á starfsfólk í grunnþjónustinni ekki minnkað og ljóst er að ríkisstjórnin sé valdur að því.

„Stormurinn sem hlífir engu í fjársveltum innviðum þar sem krafa dagsins er niðurskurður og samdráttur. Uppgjöf ríkisstjórnarinnar gagnvart málaflokknum er algjör. 

Þórarinn gagnrýnir hvernig stjórnvöld nýta ekki tekjustofna ríkissjóðs til uppbyggingar velferðarkerfisins.

„Hún [ríkisstjórnin] forðast að taka ábyrgð í ríkisfjármálunum og sækja auknar tekjur með sanngjörnum sköttum á þá ofurríku sem greiða sér háar fjármagnstekjur með lágum skattgreiðslum. Öllu fjármagni er komið í skjól á meðan almenningur berst á móti storminum í kapítalískum veruleika og ríku sérhagmunaöflin skeyta engu um velferð þjóðarinnar, rétt eins og ríkisstjórnin.“

Frétt af vef Sameykis. Lesa má grein Þórarins hér: Stormur í grunnþjónustunni.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí