Slökkt á öðrum ofni kísílversins á Bakka til að draga úr miklu tapi

Atvinnulíf 23. mar 2023

Slökkt hefur verið á öðrum ofni kísilvers PCC á Bakka við Húsavík. Ástæðan er að vörur fyrirtækisins seljast ekki heldur hlaðast upp á lager. Verið var rekið með miklu tapi á seinni hluta síðasta árs.

Þetta kemur fram í Viðskiptablaði dagsins. Þar kemur fram að eftirspurn eftir kísil hafi verið lítil á síðustu mánuðum ársins á meðan mikil samkeppni sé frá bæði Kína og Brasilíu. Á sama tíma hafi framleiðslukostnaður hækkað umtalsvert í Evrópu vegna hærra raforku- og hrávöruverðs. Þannig hafi kísilverð víða í Evrópu verið undir framleiðslukostnaði.

Í svari félagsins til Viðskiptablaðsins kemur fram að raforkuverðið sem PCC greiði á Bakka sé lægra en hjá mörgum verksmiðjum í Evrópu. Þá séu horfurnar á mörkuðum að batna. Verð á kolum og öðrum hrávörum sem nýttar eru til framleiðslunnar sé tekið að lækka og vísbendingar um að eftirspurn í Kína eftir kísil sé að aukast á ný sem ætti að leiða af sér hærra vöruverð.

Síðasta sumar breytti félagið Bakkastakkur, sem er í eigu lífeyrissjóða og Íslandsbanka, 12 milljarða króna skuldabréfum í hlutabréf og á félagið nú 35% í félaginu á móti þýska móðurfélaginu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí