Formannskjör VR lauk fyrr í dag með endurkjöri Ragnars Þórs Ingólfssonar. Hann fékk 57 prósent atkvæða en þetta er í annað inn sem hann er kjörinn sem sitjandi formaður.
Hann fékk 57 prósent greiddra atkvæða meðan andstæðingur hans, Elva Hrönn Hjartardóttir, hlaut 39 prósent.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er hæstánægð með þessa niðurstöðu og óskar Ragnari Þór til hamingju á Facebook. Hún skrifar:
„Til hamingju, kæri Ragnar Þór Ingólfsson. Algjörlega frábærar fréttir! Ég og félagar mínir hlökkum til að berjast með þér fyrir réttlátara og betra samfélagi.“