Tafir á auglýsingu samnings gegn spillingu gætu hjálpað Samherja

Bjarni Már Magnús­son, pró­fess­or við laga­deild Há­skól­ans á Bif­röst, skrifar grein í Mogga dagsins og bendir á að tafir íslenskra stjórnvalda við að auglýsinga milliríkjasamninga gegn spillingu geti veikt möguleika á að sækja fólk til saka fyrir spillingu í öðrum löndum. Svo vill til að þetta á við um Samherjamálið, sem er spillingarmál sem nær milli landa og er innan þeirra tímamarka sem Bjarni Már vísar til.

Bjarni Már segir samn­ing Sam­einuðu þjóðanna gegn spill­ingu frá 2003 vera helsta milli­ríkja­samn­ing­ur­inn sem ríki heims hafa komið sér sam­an um í bar­átt­unni gegn spill­ingu. Ísland full­gilti samn­ing­inn árið 2011 en birti hann ekki með aug­lýs­ingu í stjórn­artíðind­um fyrr en rúm­lega ell­efu árum síðar, þ.e. 26. ág­úst á síðasta ári. Bjarni Már segir svipaða sögu að segja um viðbót­ar­bók­un við samn­ing Evr­ópuráðsins á sviði refsirétt­ar um spill­ingu frá 2003. Ísland full­gilti samn­ing­inn árið 2013 en birti hann ekki í stjórn­artíðind­um fyrr en átta árum síðar, þ.e. 21. júlí 2021.

„Þessi töf á birt­ingu hef­ur að öll­um lík­ind­um af­leiðing­ar,“ skrifar Bjarni. „Í 1. mgr. 8. gr. laga nr. 15/​2005 um Stjórn­artíðindi og Lög­birt­inga­blað kem­ur fram sú meg­in­regla að fyr­ir­mæl­um er fel­ast í lög­um, aug­lýs­ing­um, reglu­gerðum, samþykkt­um eða öðrum slík­um ákvæðum al­menns efn­is megi eigi beita fyrr en við birt­ingu í Stjórn­artíðind­um. Auk þess kem­ur fram að óbirt fyr­ir­mæli bindi þó stjórn­völd frá gildis­töku þeirra.“

Bjarni Már bendir á að í al­mennum hegn­ing­ar­lögum komi fram að refsa skuli eft­ir ís­lensk­um hegn­ing­ar­lög­um fyr­ir hátt­semi sem grein­ir í um­rædd­um samn­ingi og viðbót­ar­bók­un enda þótt hún eigi sér stað utan ís­lenska rík­is­ins og án til­lits til þess, hver er að henni vald­ur.

„Vegna fyrr­nefndr­ar taf­ar á birt­ingu í stjórn­artíðind­um C má spyrja hvort það gangi upp að ákæra fyr­ir spill­ing­ar­brot, á grunni fyrr­nefnds samn­ings og bók­un­ar, fyr­ir hátt­semi sem átti sér stað fyr­ir birt­ingu samn­ings­ins og bók­un­ar­inn­ar, ef haft er í huga að lög­in um stjórn­artíðindi banna beit­ingu óbirtra fyr­ir­mæla. Of­an­greint verður að hafa í huga þegar meint spill­ing ís­lenskra aðila á er­lend­um vett­vangi er tek­in til skoðunar,“ skrifar Bjarni Már.

„Til að forðast mis­skiln­ing er rétt að taka fram að aðrar leiðir eru fær­ar til að gefa út ákæru á grund­velli al­mennra hegn­ing­ar­laga fyr­ir spill­ingu en hér að ofan er lýst. Auk þess verður að taka fram að ís­lenska ríkið er bundið af fyrr­nefnd­um samn­ingi og bók­un frá því tíma­marki að full­gild­ing átti sér stað. Hvað sem því líður þá er al­ger­lega ótækt að það hafi tekið jafn lang­an tíma og raun ber vitni að birta um­rædda alþjóðasamn­inga. Auk þess má spyrja hvort þessi töf gefi ein­hverj­ar vís­bend­ing­ar um stefnu stjórn­valda í bar­átt­unni gegn spill­ingu síðasta ára­tug­inn,“ skrifar Bjarni Már.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí