Þýsk láglaunastétt nær sterkum kjarasamningum

Samkomulag náðist milli Deutsche Post AG og samninganefndar verkalýðsfélagsins Verdi eftir erfiðar samningaviðræður sem stóðu yfir í nokkra mánuði. Ekki er notast við hlutfallshækkanir upp launastigann heldur flatar hækkanir í anda lífskjarsamningana 2019-2022.

Hér er tímalína yfir þau atvik sem leiddu að samkomulaginu:

Sjötti janúar: Verdi krafðist 15 prósent launahækkunar fyrir um 160 þúsund starfsmenn í samningaviðræðum við Deutsche Post AG.

Áttundi febrúar: Þriðja samningaumræðan mistókst, og Verdi hótaði umfangsmiklum viðvörunarverkföllum.

Tíundi febrúar: Atkvæðagreiðsla var haldin, og niðurstaðan var tilkynnt níunda mars.

Níundi mars: Tölur sýndu að 85,9 prósent félagsmanna Verdi hjá Deutsche Post AG greiddu atkvæði með ótímabundnum verkföllum, sem sýndi skýrt merki um óánægju starfsmanna.

Tólfta mars: Deutsche Post AG kynnti bætt tilboð, sem var tekið vel á móti og leiddi að lokum að samkomulagi. Nýi kjarasamningurinn gildir frá fyrsta apríl og felur í sér eftirfarandi:

  • Fyrsta apríl: Sérstök verðbólgubótagreiðsla að upphæð 1.020 evrur (154 þúsund krónur) fyrir alla starfsmenn.
  • 15 mánuðir: Sérstök greiðsla upp á 3.000 evrur í nokkrum skrefum (450 þúsund krónur). Janúrar 2023 til mars 2024.
  • Fyrsta apríl næsta ár: 340 evrur meira á mánuði fyrir alla starfsmenn, sem samsvaraði um 11,5 til 16 prósent hækkun (51 þúsund krónur).
  • Maí – mars næsta ár: Skattfrjáls sérstök verðbólgubótagreiðsla upp á 180 evrur á mánuði, sem samsvarar 27 þúsund krónum.
  • 30 daga starf: Réttur til þrettándu mánaðarlauna nýrra starfsmanna, sem má líkja við Desember uppbót á Íslandi.

Atkvæðagreiðsla fer fram hjá stéttarfélaginu Verdi frá miðvikudegi, 15. mars, til fimmtudags, 30. mars. Í atkvæðagreiðslunni geta félagsmenn tjáð skoðun sína um nýja tilboðið frá Deutsche Post AG og ákveðið hvort þeir ætli að samþykkja það eða hafna. Kjarasamninganefndin mælir með samþykki tilboðsins, en að lokum er það félagsmannanna að ákvarða hvort þeir vilji styðja það eða ekki.

Fyrir nörda. Kafað dýpra

Skoðum launatöfluna sem eru í gildi núna og töfluna sem tekur gildi 1. apríl 2024. En fyrst skulum við aðeins setja stöðu póstburðarfólks í samhengi. Tæplega 90 prósent starfsmanna hjá Deutsche Post AG, sem eru undir kjarasamningi, eru í launaflokkum 1 til 3. Þessir starfsmenn fá brúttólaun á bilinu 2.108 til 3.090 evrur á mánuði, sem samsvarar 316 þúsund krónum til 464 þúsund krónum. Þessir starfsmenn eru sérstaklega viðkvæmir vegna hárrar verðbólgu, þar sem þeir þurfa að eyða stórum hluta af launum sínum í matvörur og orku. Verðbólga fyrir þessa liði er orka um 24 prósent og matur um 21 prósent.

2022, Launatöfla póstburðarfólks. Allar tölur eru upphæðir í íslenskum krónum (kr):

LFÞrep 0Þrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4Þrep 5Þrep 6Þrep 7Þrep 8
1316.244328.799341.353353.910369.995
2341.481354.372367.029379.584392.139404.696426.222
3359.996373.821386.382398.937411.495424.047436.608463.508
4433.107449.351461.906474.461487.015499.568512.126538.029
5463.176481.931494.237506.549518.859531.174543.488569.868
6524.277545.886558.195570.507582.822595.134607.494633.827
7570.822593.205606.273619.340632.409645.480658.540686.544
8616.407640.914653.546666.177678.806691.440704.072731.145
9645.218671.637689.111706.580724.051741.519758.982796.419837.063

Spá um nýja launatöflu fyrir póstburðarfólk, tekur gildi 1. apríl 2024:

+ 51.000 kr á mánaðarlaun. Athygli vekur að þessar hækkanir eru ekki hlutfallslegar heldur flöt krónutala í anda lífskjarasamningana:

LFÞrep 0Þrep 1Þrep 2Þrep 3Þrep 4Þrep 5Þrep 6Þrep 7Þrep 8
1367.244379.799392.353404.910421.044
2392.481405.372418.029430.584443.139455.696477.222
3410.996424.821437.382449.937462.495475.047487.608514.508
4484.107500.351512.906525.461538.015550.568563.126589.029
5514.176532.931545.237557.549569.859582.174594.488620.868
6575.277596.886609.195621.507633.822646.134658.494684.827
7621.822644.205657.273670.340683.409696.480709.540737.544
8667.407691.914704.546717.177729.806742.440755.072782.145
9696.218722.637740.111757.580775.051792.519809.982847.419888.063

Launamunur milli 2022 og 2024. Sýnir hlutfallslega hækkunina fyrir hvern launaflokk (LE) og þrep (0 til 2):

LEÞrep 0Þrep 1Þrep 2
116.12%15.50%14.96%
214.44%13.97%13.51%
313.61%13.17%12.73%
412.50%12.12%11.76%
511.56%11.21%10.87%
610.37%10.05%9.73%
79.20%8.91%8.63%
88.03%7.77%7.52%
96.94%6.71%6.49%

Launamunurinn milli ára er 51.000 kr fyrir hvert þrep og launaflokka. Allir útreikningar voru gerðir á genginu 150 krónur per evra.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí