„Verkamannaflokkurinn undir Starmer er hreinn og klár hægri flokkur“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að breski Verkamannaflokkurinn geti ekki lengur talist vinstri flokkur. Fyrr í dag var greint frá því að Keir Starmer, formaður flokksins, sé að reyna að bola Jeremy Corbyn úr flokknum. Starmer hyggst leggja fram tillögu á aðalfundi flokksins um að Corbyn megi ekki bjóða sig fram til þings í komandi kosningum. 

Hér fyrir neðan má lesa pistil Kristins um málið í heild sinni

Verkamannaflokkurinn undir Starmer er hreinn og klár hægri flokkur. Það er ekkert vinstri í honum eftir. Aðförin að Corbyn og hans stuðningsmönnum er ótrúlega ógeðfelld og réttast að kalla þær bakstungur og hreinsanir. 

Það liggur fyrir að ásakanir um gyðingahatur, rasisma og kynjaða fordóma voru skipulagðar með leynd af hægri klíku innan flokksins, baklandi Starmers. Það er alveg með ólíkindum að uppljóstrun um þetta, sem byggð er á vandaðri blaðamennsku og stærsta gagnaleka innan úr pólitískum flokki í breskri sögu, hefur verið algerlega þögguð í hel af breskum meginstraumsmiðlum. 

Þeir féllu á prófinu allir sem einn. 

Ég hvet alla til þess að kynna sér þessa uppljóstrun í þáttunum Labour Files.

Ég hef kynnst Corbyn aðeins enda er hann ötull stuðningsmaður okkar baráttu fyrir blaðamennsku og frelsi Assange. Við báðir talað á sömu viðburðum. Ljósmyndin sem fylgir þessari frétt Vísis er einmitt frá slíkum viðburði eins og menn sjá á bakgrunninum. 

Starmer er nýr og verri Blair

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí